Flottur árangur en....

....eftir svona skemmtilega byrjun á mótinu þá er maður nú pínu svekktur. En er það ekki mikil frekja að ætlast til þess að við séum að ná jafnvel í verðlaun á ÓL, EM og HM mót eftir mót? Við höfum tekið verðlaun á 2 mótum í röð fram að þessu og það eru nú ekki allar þjóðir sem eru að klára slíkt. Ég vonaðist eftir einu af 6 efstu sætunum fyrir mót og það gekk eftir - svo ekki ætla ég að vera í fýlu lengi yfir þessu.

Þakka bara þeim er að þessu koma, hvert svo sem hlutverk þeirra var, fyrir góða skemmtun og góðan árangur - áfram Ísland


mbl.is Eins marks sigur Króata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hefðum svosem getað gert betur, en 6. sæti á HM er alveg nóg, en það er hinsvegar afskaplega leiðinlegt að fylgjast með hversu hverfandi stuðningur fólks (hefur sést á sumum bloggunum nýlega) reynist um leið og liðinu okkar gengur verr.

Við töpuðum einmitt á móti Þýskalandi, Spáni, Frakklandi og núna Króatíu, allt saman stórþjóðir og alls ekki gefið að við séum að fara að valta yfir þær eins og hendi væri veifað; ég sé heldur ekki tilganginn í því að fara að væla og stynja (alls ekki beint að þér) að við séum bara svo léleg að ná ekki lengra.

Tökum okkur bara á og gerum betur næst, vonandi.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 23:16

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þarna sést hvað við vorum heppin að ná sjötta sætinu,með fjögur töp...

Megum þakka Norðmönnum sem og Ungverjum það..annars spilað um ellefta sætið..sem hefði verið raunhæfara með fjögur töp..

Stundum skilur BARA eitt tap mikið á milli sæta..en nú var lukkann með,ef svo má orði komast:)

Halldór Jóhannsson, 28.1.2011 kl. 23:40

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég átti satt að segja von á þessu og einu vonbrigðin eru þau að tapa fyrir Þjóðverjum. Sjötta sætið á HM er viðsættanlegt og gefur að öllum líkindum hárrétta mynd af stöðu íslenska handboltaliðsins.

Það er ekki ónýtt að vera með sjötta besta lið heims í þessari íþrótt og ég þakka liðinu fyrir skemmtunina.

ps. Það góða við að vera í sjötta sæti er að það er hægt að gera betur.

Hörður Sigurðsson Diego, 29.1.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband