Batnandi mönnum....

Veit ekki hvort Björn Bjarnason fór öfugu megin fram úr eða ekki en það er aldeilis komið nýtt hljóð í skrokkinn ef að gamalgrónir jálkar eins og hann eru farnir að aðhyllast þjóðaratkvæðagreiðslur um mál. Á það kannski bara við í þessu mál af því að hann er ekki sammála formanni flokksins? Hefur Björn kannski alltaf haft þessa skoðun en bara ekki þorað að segja hana útaf ofríki annarra innan flokks hans?

Jú forsetinn og þjóðin komu þessu máli á margan hátt í þennan farveg sem málið er núna, en hafa ber í huga ef að regluverk og eftirlit hefði verið faglega sett upp á vakt Björns Bjarnasonar í ríkisstjórn og á þingi þá hefði sennilega aldrei komið til þessa Icesave klúðurs. Kannski er karlinn bara með móral?


mbl.is Þjóðin eigi síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

..nýtt hljóð í Strokkinn ;)

BB er möppudýr dauðans og magnað að svona ríkisdurtur skuli vera málsvari fyrir framfarir og einstaklingshyggju :) takandi við launum allt sitt líf frá skattborgurum..

Óskar Þorkelsson, 6.2.2011 kl. 11:43

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni Ben. getur gert góða hluti ef hann heldur sínu striki, og hristir af sér ómannúðlegar eiturbras-kröfur frá spilltum S-flokkurum. Og hann er ekki á þingi fyrir ættingjana, heldur einungis þjóðina. Og það á við alla þingmenn og ráðherra.

 Hann er sjálfstæð persóna og skyldugur til að vera hann sjálfur í verkum sínum, og vinna eftir sinni sannfæringu. Ég styð hann til góðra verka. Icesave er tilkomið vegna afglapa og klúðurs ofurgráðugra og siðspilltra S-flokks-manna síðustu áratugina.

 Bjarni skilur að við flýjum ekki frá Icesave án þess að leysa málið.

 það þarf þjóðin líka að skilja.

 Brottkast fiskifræðinganna og kvótagreifanna mun fara langt með að borga af Icesaveklúðrinu. En einmitt þeir eru á móti því að borga Icesave! Af hverju skyldu þeir vera á móti því?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Óskar og hann er ekki sá eini

Gísli Foster Hjartarson, 6.2.2011 kl. 12:48

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Anna við erum aðtala um Björn Bjarna en ekki Bjarna Ben :)

Óskar Þorkelsson, 6.2.2011 kl. 14:56

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Gísli, auðvita á þjóðin að kjósa um öll stórmál, það er eina rétta lýðræði, ég er eiginlega kominn á þá skoðun að það eigi að leggja niður alla pólitík, tíkin sú arna er orðin svo mannskemmandi og dýr í rekstri fyrir þjóðina!

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband