6.2.2011 | 20:33
Snillingur kveður
Einn mesti gítarsnillingur allra tíma hefur yfirgefið okkur. Mikil sorgartíðindi. Það var Phil Lynott bassaleikari Thin Lizzy, sem lést fyrir rúmum 25 árum, sem plataði Gary til liðs við þá sem ungan pilt sem þá var að spila með Skid Row. Samstarf þeirra átti eftir að koma og fara í gegnum árin. Gary Moore átti nú lengstum samt nokkuð góðan sólóferil fyrst sem (þunga)rokkari en síðar meir sem blúsleikari sem tekið var eftir. Varð þess heiðurs að njótandi að sjá hann spila á tónleikum tvisvar á ferlinum fyrst á Milton Keynes Bowl þar sem að hann og band hans hituðu upp fyrir Marillion á þeim tíma sem að þeir voru að leggja af stað við að kynna Wild Frontier plötuna. Sá hann svo síðar í blúes fílíng í Stuttgart í Þýskalandi. Frábær á báðum sviðum. Gary var svona ein af hetjunum í partýunum hjá okkur peyjunum í gegnum tíðina og síðast um síðustu helgi hlaut hann verðskuldaðan sess í miklu þungarokkspartýi sem haldið var. - Snillingur hefur kvatt. Blessuð sé minning þessa mikla meistara
![]() |
Gary Moore látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.