Lárus er með þetta

Lárus hittir naglann á höfuðið svo um munar þarna þegar hann kemur þessu á framfæri:

Jafnframt segir Lárus mikilvægt að þjóðin fái greinargóða kynningu á samningunum, en hann hefur áður gagnrýnt skort á henni. Hann telur að sú kynning eigi ekki að vera frá stjórnmálamönnun en fremur samninganefndinni sjálfri. Það myndi hjálpa mikið til og þjóðin þá geta tekið upplýsta ákvörðun.

Þessu hafa margir kallað eftir og nú er kannski kominn tími á að almenningur geti áttað sig á því hvað það er sem menn eiga við með því að vilja ganga að þessu samkomulagi. Hvað er það sem sumir hræðast en aðrir ekki.


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ef farin verður dómstólaleiðin í Icesave málinu, og við vinnum, hverja á þá að hengja?

Og ef við töpum, hverja á þá að hengja?

Svavar Bjarnason, 20.2.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Henging hefur ekki verið vinsæl aðferð á Íslandi frekar en afsögn þannig að ég veit ekki hvað skal segja!!!

Gísli Foster Hjartarson, 20.2.2011 kl. 23:01

3 identicon

Ég er á móti því að bæði stjórnmálamenn og samninganefndin kynni samninginn, enda hún skipuð af stjórnmálamönnum.  væri ekki rétt að fá Ragnar Hall og 2 aðra lögmenn til að fjalla um þetta og setja fram þannig að fólk skilji og fái til liðs við sig góðan markaðsmann eins og Jón Viðar til að kynna þetta ?  Eini gallinn við að Ragnar geri þetta er sá að hann hefur tjáð sína afstöðu opinberlega.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband