Kominn á skjálftavaktina

Gott og vel karlinn ætlar ekki að bjóða sig fram eftir 4 ár, en ansi er ég hræddur um að það geti orðið of seint miðað við hraðann sem er á málum í hans heimshluta þessa dagana. Menn gætu verið búnir að sparka honum út í hafsauga eftir einhverja mánuði.

Þessar hræringar í Afríku og miðausturlöndum eru eitthvað sem er "spennandi" að fylgjast með þessa dagana. Að sjá allt þetta fólk sem gengur jafnvel í veg fyrir byssukjaftana í þeirri von að það sjálft eða fjölskylda og vinir eignist betra líf er ótrúlegt. Fólk er til í að fórna lífi sínu fyrir betra líf fyrir fólkið í kringum sig. .....hér börðu menn potta og pönnur og köstuðu eggjum, en fóru svo bara heim. Við höfum ekki þessi element i okkur að gera þetta á þennan hátt, enda sennilega ekki þörf á því hér þrátt fyrir að ekki séu allir sáttir, en hver vit hvað framtíðin ber í skauti sér?


mbl.is Forseti Súdans mun ekki sækjast eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband