Ég veit ekki

Sem frambjóðandi til stjórnlagaþings veit ég ekki hvort þetta er tímapunkturinn til þess að kjósa um fulltrúa til stjórnlagaþings.  Það er svo mikil heift í mörgum útaf stjórnlagaþingi að ég er ekki viss um að það væri rétt að gera þetta samhliða - þó ég sé vissulega klár í slaginn verði það raunin.

Einbeitum okkur að því að kjósa um Icesave - fáum niðurstöðu í það fyrst.  Það á ekki að nota kosningar sem hótanir.

Svo er hitt líka eitthvað sem að má athuga hvort að það má gera kosningar til stjórnlagaþings rafrænar. Án þess að ég fari hér út í nánari útfærslu pælingar.

 


mbl.is Einföld eða tvöföld kosning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það eigi að láta þessa kosningu um Icesave standa eina og sér.  Það er mikilvægt að málið fái nú frið til að klárast og endalok þess fái þá athygli sem gæti komið okkur öllum til góða.  Ég trúi því að þjóðin samþykki samninginn og taki fyrsta skrefið í því að öðlast virðingu á ný í alþjóðlegu samfélagi.

Ég hef áður sagt að rykið hér þarf að setjast betur áður en menn krukka í stjórnarskránna.  Getur verið að það sé heit ósk ESB-sinna að breyta 26. grein hennar til að sleppa við að þjóðin kjósi um aðild ?  Þingið hefur nú þegar hafnað tillögu um að aðildarsamningur verði lagður fyrir þjóðina til ákvörðunar.  Slík atkvæðagreiðsla verði aðeins "ráðgefandi" fyrir þingið.  Sér enginn hvað er í gangi ??

Jón Óskar (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Erum alveg sammála varðandi þetta með stjórnlagaþingið. Klárum hitt fyrst.

Mér heyrist nú á þingmönnum sem bæði eru með og á móti ESB að þegar Malli ehfur lokið verki sínu að þá verður samnignur hans lagður fyrir þjóðina til samþykkis eða höfnunar held að menn fari nú ekki á bak við það - nema vilja missa vinnuna. Þjóðin þarf að samþykkja ESB samning og kjósa aftur áður en slíkur samningur tekur gildi - þarf að samþykkjast tvisvar á þingi. 

Annars góður?

Þú ert orðinn svona eins og hræðsluáróðurssinni gegn ESB - ert þetta örugglega þú vinur?  Leyfum Malla að klára sitt svo skulum við velta okkur upp úr framhaldinu.

Gísli Foster Hjartarson, 22.2.2011 kl. 18:29

3 identicon

Ég er ekki með hræðsluáróður gegn ESB.  Er bara skíthræddur við ESB eftir að hafa lesið Íslandsklukkuna eftir Laxness

Jón Óskar (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.