365 sér um sína

Ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist svo mikið er víst. Þú kaupir tímabundna áskrift hjá 365 - en þú þarft svo að segja henni upp - þó svo að tilboðið hljóði upp á kannski bara mánuð eða 3 - Sérstakt I know en svona hafa þeir þetta og því alltaf möguleiki á að ná nokkrum extra krónum af hverjum og einum - í þeirri von lifa menn.
mbl.is Dýrkeypt HM-áskrift í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég panta hótelgistingu fyrir ákveðið tímabil þá greiði ég aðeins fyrir umsamda daga (hvorki fleiri né færri).

Peppi róni (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 12:18

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Gísli

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2011 kl. 13:07

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Peppi það er eins hjá mér.

Já Jón þetta er svínslegt.

Gísli Foster Hjartarson, 9.3.2011 kl. 13:42

4 identicon

Það keypti enginn tímabundna áskrft... Ég keypti svona áskrift og var það fullljóst að ég þyrfti að láta vita ef ég ætlaði svo að hætta með hana..

Hefði verið eðlilegra ef 365 hefðu lokað á alla nýja áskrifendur og látið þá sem vildu vera áfram þurfa að standa í því að hringja inn?

Það er stundum eins og fólk hér hugsi ekki heila hugsun..

Kristmann (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 14:10

5 identicon

Ef ég leigi mér spólu í sólarhring.. og skila henni svo ekki... þarf ég þá ekki að borga fyrir þann tima sem ég er með hana umfram?

Kristmann (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 14:12

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þú meinar Kristmann - svona eins og að kaupa sér flugfarseðil en fara ekki út úr vélinni á komustað heldur sitja sem fastast kanski steinsofandi og vera rukkaður áfram - hvert ertu að fara maður ......

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2011 kl. 14:43

7 identicon

Nákvæmlega! Þegar ég panta pizzu en torga bara á helmingnum af henni heimta ég að bara borga fyrir helming :s Durrr

Rúnar (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 15:22

8 identicon

Mér finnst bara eðlilegt að ef þú borgar ekki reikninginn fyrir næsta mánuð þá loka þeir á þig. En að halda að þú getir bara keypt hálfan mánuð er soldið heimskulegt...

Þórdís (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 16:59

9 identicon

Ef þú borgar ekki þá loka þeir. Ef þú borgaðir óvart og ert að væla um það 2 mánuðum seinna þá bara ósköp erfitt að vorkenna þér.

Skoða reikningana sína og taka smá ábyrgð. Virðist reyndar vera eitthvað sem þorri íslendinga á í sérlegum erfiðleikum með. 

bullarinn (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 19:44

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kristmann þeir hafa boðið upp á þriggja mánaðatilboð t.d. þá myndi maður ætla að eftir 3 mánuði rynni tilboðið út og áskriftin myndi þurrkast út - nei þetta heldur bara áfram þar til þú segir henni upp. Ef ég kaupi 3ja mánaða kort í ræktina t.d. þá rennur það bara út eftir 3 mánuði og ég er rukkaður ef ég vil halda áfram ekki satt? Ég held ekki bara áfram að mæta og læt eins og ekkert sé. Það býr ekkert annað þarna að baki en að reyna að húkka kúnnana áfram, vona að þeir gleymi að segja upp eða segi ekki upp.  Þeir buðu HM-tilboð því hefði það átt í mínum huga að renna út eftir mánuðinn.  ....en það er væntanlega með þetta eins og annað það sér þetta hver með sínum augum.

Gísli Foster Hjartarson, 9.3.2011 kl. 19:45

11 identicon

Gísli, það er rétt að þú færð reikning eftir 3 mánaðar tímabil, en það er undir þér komið hvort þú greiðir þann reikning eða ekki. Ef þú greiðir hann ekki þá lokast áskriftin og reikningurinn dettur út næstu mánaðarmót.

Þetta er að mínu mati bara pottþétt þjónusta. 

bullarinn (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 19:58

12 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Var áskrifandi í 20 ár að stöð 2, sagði upp áskriftinni fyrir 1 og hálfu ári ca. Ætla ekki að gerast áskrifandi meðan þessir ,,eigendur" eru þarna enn við völd. En þegar menn hafa gerst tímabundnir áskrifendur hafa þeir væntanlega þurft að gefa upp kreditkortanúmerið sitt. Síðan mjólkast út af því meðan menn ugga ekki að sér. En fái maður reikninginn bara inn  á heimabankann sinn sleppir maður bara því að borga og málið er dautt.

Gísli Sigurðsson, 9.3.2011 kl. 22:09

13 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já nafni - einmitt það er þetta með kortin sem að ég t.d. nýtti mér í fyrsta skiptið og brenndi mig, fyrir nokkrum árum. hafði svo vit á því síðar að spyrja hvort ég þyrfti að segja þessu upp eða hvort ég dytti út - var sagt að e´g þyrfti að segja þessu upp sjálfur svo ég lét símann minn bara minna mig á það ákveðinn dag í lok tímabilsins.

Gísli Foster Hjartarson, 10.3.2011 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband