10.3.2011 | 08:08
Hvað verður með Gunnar?
Þetta verður forvitnilegt fyrir okkur stuðningsmenn ÍBV. Mikið myndi ég skilja Gunnar Heiðar vel að vilja spila í því landi þar sem honum hefur gengið best. Tala nú ekki um hjá þeim þjálfara sem að reyndist honum gríðarlega vel. Kíkti einmitt til Halmstad að sjá Gunnar spila þegar hann var þar. Auðvitað er þetta launalega engin spurning svíarnir langt fyrir ofan okkur í því, engin spurning um það. Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer.
Ýmsar spurningar vakna þó í þessu sambandi. Hvernig samdi Gunnar við ÍBV? Á ÍBV kröfu um kaupverð eða var samið um ákveðið gat sem Gunnar gat nýtt sér til þess að reyna fyrir sér erlendis fram að móti? ...svo er hitt hvað fáum við ef Gunnar fer?
Norrköping spennt fyrir Gunnari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Mig minnir að ég hafi lesið, að semdi Gunnar við erlent lið fyrir marslok, þá hefði það enga eftirmála. Ekki erfitt að lesa útúr slíku að að Gunnar sé ,,frír" til loka mars.
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.3.2011 kl. 14:01
Ætli styrktaraðilum hér í Eyjum hafi verið gerð grein fyrir því?
Gísli Foster Hjartarson, 10.3.2011 kl. 17:13
Æi þú fyrirgefur Foster minn...
Jú að sjálfsögðu fær Gunnar örugglega meir í vasann sinn..
En aurinn er ekki allt og ég persónulega held að hann ætti að taka tímabilið hér heima í sumar..
Til að fá gleði í hjarta og náð áttum og séð hvað hann sjálfur getur gert betur til að eiga MÖRG GÓÐ REST ÁR.... eftir mörg frekar erfið ár hjá sér..
Ég er ekki að kenna honum eingöngu um stöðuna á sínum ferli hingað til úti,tek það skýrt fram..
Held að hann hafi nú ekki alslæm laun hjá ykkur:)
En þetta er mín persónulega skoðun.
Óska honum svo sannarlega góðs fengis:)
Mér fyrirgefst þessi skoðun?????
Halldór Jóhannsson, 10.3.2011 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.