En hjá framkvæmdastjórum? Er þetta ekki....

...ekki gengið of langt? - hvar ætla menn að draga línuna? Þá meina ég að ALþingi Íslands árið 2011 sé verið að álykta og leiða slíkt jafnvel í lög?

Er ekki rétt að höfða til skynsemi manna í þessu? Þarf að festa svona í lög og reglur? Er þá ekki nær að samtökin geri það sjálf? Það ætti að vera auðvelt og þá vita þeir sem bjóða sig fram hvað í boði er. Auðvitað gæti þetta virkað vel og hvetjandi, og er vel til þess fallið að menn gleymi ekki umbjóðendum sínum.

Er þá ekki hægt að setja líka í lög að ef viðkomandi verkalýðsfélag fer í verkfall að þá fari formaður sjálfkrafa á sömu laun og öðrum eru greidd úr verkfallssjóði?


mbl.is Hámark sett á laun verkalýðsforingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þýðir ekki að höfða til almennrar skynsemar.
Það eru verkalýðsforkólfar hér á um 10x földum launum umbjóðenda sinna.  Hvar er logíkin í því?  Margir, ef ekki allir hafa síðan hinar og þessar sporslur frá sínu verkalýðsfélagi og ASÍ.  Margir eru að moka undir sig svo um munar.  Og það er því miður þannig að það hreinlega ÞARF að gera eitthvað í þessu máli.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:06

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er það þá ekki félagsmanna að taka á málunum? Eða ertu að egja mér að það sé það sama þarna og svo víða annarsstaðar. Allir með tunguna úti  og halda að molar falli á þeirra tungu? Hélt að fólk hefði fengið nóg af því eftir hið ímyndaða góðærisrugl. Kannski er ég bara svona klikk eða hefur ekkert breyst í hugsunarhætti fólks?

Veit svo sem um fullt af fólk sem heldur að ef það verði skipt um ríkisstjórn þá bara komi 2007 "hamingjan" aftur 1, 2 og 3 - svo einfallt er nú lífið ekki og ég trúi ekki öðru en meðlimir verkalýðsfélaga og annarra stéttarfélaga séu tilo í að taka slaginn og berjast fyrir breytingum bæði á launamarkaði og innan síns félags.

Gísli Foster Hjartarson, 24.3.2011 kl. 20:44

3 identicon

Sæll

 Góð pæling verð ég að segja um þetta frumvarp,Sumir af þessum verklýðsforingjum eru með allt of há laun og munu þeir aldrei lækka þau sjálfir. 

Og í sumum tilfellum eru þetta einkaklúbbar og ef þú vogar þér að anda á foringjan ertu útskúfaður og færð ekki það sem þér ber út úr félaginu þínu. 

En með verkfallssjóðinn finnst mér það rétt á meðan verkfall er eiga ALLIR að fá það sama úr verkfallssjóði því stjórn félagsins á líka að taka þátt í verkfallinu

Karl Viðar Grétarsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:48

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tóm steypa þetta hjá Ríkisstjórninni ogco...

Halldór Jóhannsson, 24.3.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband