Bætist í fylgið

Það var ekki hringt í mig en,  ég ætla að segja já - ekki einu sinni að hika við það. Af þeim sem koma í prentsmiðjuna og hafa rætt málin er en aðeins kominn einn sem ætlar að segja nei en það eru einir 12 komnir með já þannig að þar er munurinn vel yfir 56%.  Kannski að nei sinnar fjölmenni í prentsmiðjuna eftir helgi?

Hver svo niðurstaðan verður í kosningunum þann 9. apríl hef ég ekki hugmynd um. - það kemur allt í ljós.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að hugsa, bara svo allir verði ekki vondir við Ísland og hætta að verða vinir ykkar. Skil þetta ekki. ???????

Bretar neituðu íbúum á Guernsey um endurgreiðslu úr tryggingarstjóði innistæðueigenda þegar þeir kröfðust þess í nóvember 2010. Samt ætlast Bretar til þess að Íslendingar bæti breskum innistæðueigendum allt sitt.

Alli Jónatans (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 21:14

2 identicon

Góð lesning: http://astromix.blog.is/blog/astromix/ 

Alli (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 21:20

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekkert þarna sem ekki hefur komið fram Alli minn.  Tek undir þetta hjá honum: Svarið hlýtur að vera skýrt: Kjóstu með sannfæringu þinni. Farðu með ríkisfé sem væri það þitt eigið (sem það er).

skoðaðu þetta: http://www.visir.is/hvers-vegna-samthykkja-icesave-/article/2011110329378

http://blog.eyjan.is/gummisteingrims/2011/03/25/eg-heiti-isbjorg-eg-er-tjon/

annars bestu kvðejur vestur um haf - hefði viljað vera hjá þér þarna fyrr í vikunni þegar Phoenix Suns kíktu í kaffi í Staples center tvisvar í röð

Gísli Foster Hjartarson, 25.3.2011 kl. 21:52

4 identicon

Hræddurog hræðslupúki,er ekkert víkingablóð eftir í þér vinur borgar bara og brosir

Brynja S. (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 22:27

5 identicon

Gísli ætlarðu að segja já við Icesave? Ef svo er að þá hefur þú ekkert leyfi að koma mér í skuldaklafa,ég segi nei við Icesave.

Númi (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 23:16

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hahaha góð Brynja, borga bara og brosi rétt eins og þú samanber þennan lista - ekki gleyma honum:Seðlabankinn: 175 milljarðar eða 654 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda.

Bankarnir þrír: 196 milljarðar króna eða 733 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda.

SpKef: 11 milljarðar króna eða um 41 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda.

Lánasjóður landbúnaðarins: 14 milljarðar króna eða um 52 þúsund krónur á skattgreiðanda.

Sjóvá: 12 milljarðar króna eða 45 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda.

Íbúðalánasjóður: 60 milljarðar króna eða 224 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda.

Gísli Foster Hjartarson, 25.3.2011 kl. 23:16

7 identicon

Sérð þú ekki eins og ég að það er ekki á þennan lista bætandi,hættu nú þessari hræðslu og komdu í lið sannra baráttumanna,

Brynja S. (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 23:31

8 identicon

Gísli það hjálpar ekki Já málstað þínum að nefna aðrar skuldir. Þar fékkstu ekki að kjósa um hvort þú vildir borga þær eða fara fyrir dóm. Ef svo væri geri ég ráð fyrir að þú myndir segja NEI ekki satt ?

Það er búið að nauðga þessari þjóð fjárhagslega. Fólkið í landinu á það ekki skilið.

En að ætla að skrifa undir að önnur nauðgun sé lögleg með JÁ er í besta falli aumyngjalegt.

Svo þurfa hugsandi Íslendingar að fara að hugsa um lykilatriðiðið í þessu.

Af hverjur halda menn að Bretar og Hollendingar hafi verið tilbúnir að bjóða nýjann samning sem lækkar skuldir okkar úr 750 milljörðum í 50. Eru þeir bara tilbúnir að fórna 700 milljörðum sí svona ? Ekki vera svona grænir kæru Íslendingar. Þeir myndu bara gera það af tvemur ástæðum.

1. Þeir vita að dómsmál mun tapast og/eða að ef þeir vinna það þá muni skapast fordæmi sem geti sett allt á endan í Evrópska banka og innistæðutryggingakerfinu.

2. Þeir vita að Íslenska gengið þarf lítið að breytast til að Icesave sé komið í 200 milljarða í viðbót í reikningsdæmið. (við skulum muna að þeir hagnast mun meira á að krónan veikist en að hún styrkist) Vogunarsjóðir og Smákaupmenn út í heimi hafa mun meiri áhrif á hvernig krónan þróast en Íslenskir "Hagfræðingar"

Nei er eina svarið.

Já er lygi.

Már (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 02:26

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Már ég segi líka nei og með stolti fyrir komandi kynslóð! Já sinnar eru blindaðir af flokksræðinu og elítuáróðursmaskínunni!

Sigurður Haraldsson, 26.3.2011 kl. 06:39

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Már, bretar og hollendingar buðu EKKI nýjansamning sem lækkar skuldina, þeir lækkuðu bara vexti.. ástæðan fyrir lækkuninni á heildarskuldinni er sú að eignir landsbankans virðast duga að mestu fyrir þessari skuld.. að fara með ósannindi og rangt mál hjálpar ekki neitt.. verum sannleikanum samkvæm og kjósum eftir sannfæringu okkar.

Óskar Þorkelsson, 26.3.2011 kl. 07:23

11 identicon

Ekki blekkjast og halda að eitthvað sem "virðist duga" sé nóg til þess að taka á okkur skuldir annara og endilega kjósum eftir sannfæringu okkar en ekki útaf hræðslu.lesið vel það sem Már skrifaði svo flott hérna.

Brynja S. (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 10:55

12 identicon

NEI er mitt á seðlinum...

Vona að Ríkisstjórnin fiffi ekki úrslitin,ef neikvæð fyrir hana...samanber hvernig sem þau unnu úr Stjórnlagaþinginu sem mislukkaðist í framkvæmd,hehe:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 12:56

13 identicon

Auðvitað tökum við yfirvegaða og upplýsta ákvörðun og segjum já.

Er Guernsey í Evrópusambandinu, eða hvað?  Ég held ekki og því er ekki hægt að líkja Íslandi saman við Guernsey.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 17:02

14 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þetta voru íslenskir bankar, höfðu höfuðstöðvar á Íslandi, voru undir eftirliti íslenskra aðila. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt evrópsk lög á sviði efnahagsmála og verða að haga sér í samræmi við það - ég hef frá upphafi talið að menn hafi mismunað fólki eftir þjóðerni þarna sem er ekki leyfilegt innan EES samningsins. Því hef ég haft illan bifur á þessu máli frá upphafi og talið yfir okkur hanga að losna ekki eins auðveldlega og margan grunar. Tel að betra sé að leysa þetta með samningum en fara fyrir dómstóla - það er mín skoðun og það er hverjum og einum heimilt að hafa sína skoðun. Við heyrum á öllum þeim sem segjast þekkja lög að þetta mál er ekki bara ein hlið og búið.

Ég samþykkti ekki síðasta samning samt. EN ekki halda að ég sé eitthvað sáttari við að borga af þessu eða öðru frekar en þið hin, en ég hræðist dómstóla leiðina. Já Brynja kannski er ekkert víkingablóð í mér en vil bara benda þér á að það var akkúrat þetta víkingablóð sem að þú ert að tala um sem kom okkur í þessa stöðu - þessi ofurtrú á eigin ágæti - því miður.

Gísli Foster Hjartarson, 26.3.2011 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband