Helvítis verðtrygging og......

Hvenær ætla menn að drullast til að þurrka þetta rugl út? Hvenær ætla menn að fara að hafa hlutina eins og hjá siðmenntuðum þjóðum?  Man að Steingrímur Joð talaði um afnám verðtryggingar á svona þremur árum - það get ég sagt að ég er ekki búinn að gleyma því

Hvenær fáum við sem erum bara með íslensk húsnæðislán svona niðurfellingu á lánum eins og fólk er að fá á erlendum lánum? Af hverju er verið að rétta fólki hjálp sem vissi vel hvað það var að steypa sér út í? Héldu menn að krónan væri ósigrandi?

Hvenær ætla menn að fara að fara yfir mismunun bankana eftir nöfnum og vinskap almennilega? Sögurnar sem að maður heyrir eru alveg komnar út fyrir öll velsæmismörk. Þeir sem létu eins og" fífl" fá afskrifað, fá skuldirnarfærðar yfir á okkur ef svo má að orði komast, en fólk sem sýndi skynsemi og ábyrgð og fer nú að vill ræða málin við bankana fær oft bara hurð í andlitið.

Þetta er sorglegt og fátt virðist lagast - því miður


mbl.is Skattar hækkuðu lánin um 18,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samála -
En hvar er Jóhanna og Steingrímur sem voru kosin á þing til að setja Skjaldborg utan um heimilin. Í staðin eru heimilin látin halda uppi hruninu. Ekki nóg með að allt hækki, heldur hækka einnig lánin vegna aukinnar skattbyrðar og vöruhækkunar.

Hvernig væri að Jóhanna og Steingrímur færu að taka til í lífeyris- og eftirlaunaréttindum ráðherra, alþingis- og  embættismanna. Eins og kom fram í fréttum þá hefur Siv unnið sér til lífeyrisréttinda uppá 100 milljónir kr. Hvað fá þá þau Steingrímur og Jóhanna sem hafa setið lengur.
Afhverju er þetta mál ekki tekið upp af fjölmiðlum.

Lara (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 18:31

2 identicon

Orð í tíma töluð! En Gísli, það gerist ekkert fyrr en almenningur safnar liði og fjölmennir á Austurvöll. Jafnvel krafa um þjóðstjórn ef ekkert gerist áður en fjölmenn öreigastétt myndast vegna verðtryggingar (=verðÞJÓFNAÐAR). Þá væri þó komin forsenda fyrir byltingu! ÁKVEÐUM TÍMA HIÐ FYRSTA!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 18:54

3 identicon

Það mun ekkert gerast.  Íslendingar kunna ekki að standa saman og mótmæla.  Jú það voru ein almennileg mótmæli í fyrra.  Skjaldborginni var lofað og ekkert gerðist, ekkert af neinu viti fyrir almenning, verðtryggingin bullar áfram á fullu í boði Gylfa ASÍ forseta sem var settur yfir nefnd sem átti að skoða afnám verðtryggingar, hann komst auðvitað að þeirri niðurstöðu að ekkert mætti gefa eftir og allt ætti áfram að vera fullverðtryggt. Vegna þess að fjármagnseigendur þyrftu að fá allar hækkanir bættar, LÍKA SKATTAHÆKKANIR Á TÓBAK OG BRENNIVÍN!! Hvers vegna er hægt að setja fáránlega vexti á íbúðalánin? (verðtrygging er vextir).  Vegna þess að við tökum öllu og gerum ekkert í málunum.  EKKI NEITT.  Ég er alveg gáttuð á almenningi þessa lands, ég bjó erlendis í mörg ár.  Það myndi enginn sætta sig við þetta í siðmenntuðu ríki. 

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:42

4 identicon

Það er rétt hjá þér - við almenningur á Íslandi látum allt yfir okkur ganga - búin að gefast upp.
Kannski er það af því að þeir nýju þingmenn sem hafa sest á þing - hin s.k. endurnýjun hjá flokkunum hefur valdið vonbrigðum. Það eru líka allt of margir af þeim gömlu sem hafa setið áratugi á alþingi og komið sér of þægilega fyrir og eru bara að verja sig og sína.
Það vantar fólk á þing sem er tilbúið að vinna fyrir þjóðina með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi - en ekki þá sem eru bara að passa sitt og sína.

Lara (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:55

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Mikið af þessu liði sem dettur þarna inn dettur í hjólför þeirra er á undan voru og byrjar að mylja í átt að sér og sínum og tapar sjónum á heildinni - því miður

Gísli Foster Hjartarson, 29.3.2011 kl. 21:25

6 identicon

Það gerist ekkert meðan ÞIÐ og ÉG sitjum á rassinum. Ég mæti á mótmæli ef dagur er ákveðinn. Það er einfaldlega hægt á facebook t.d.! En þetta þarf að gerast strax næstu daga!

Öreiginn (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:55

7 identicon

Gísli á meðan fólk eins og þú styður núverandi ríkisstjórn þá breytist þetta ekki.   Einu áhyggjurnar eru aðild að ESB en þjóðin má éta það sem úti frýs.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 11:47

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hahaha Jón Óskar þú ert farinn að hljóma eins og frambjóðandi og taktu etir að sá eini sem nefnt hefur afnám verðtryggingar er Skattgrímur - en ég sé það ekki gerast frekar en annað hjá þessum pólitíkusum.

Gísli Foster Hjartarson, 30.3.2011 kl. 12:58

9 identicon

Eini frambjóðandinn sem ég þekki og hefur boðið sig fram nýlega ert þú kallinn minn.  Verðtryggingin er trúlega ekki að fara.  Það er rétt enda mun okkar elskulega króna lifa með okkur áfram.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.