30.3.2011 | 07:40
Hvar eru snillingarnir?
Hvar eru allir snillingarnir sem þarna fóru með ferðina síðustu 10 ár eða svo? Eiga borgarbúar ekki rétt á því að birtar séu andlitsmyndir af þeim er þarna fóru með ferðina? Svona fyrirtæki eiga ekki að geta lent í svona stöðu. Hvar eru t.d. menn eins og Alfreð Þorsteinsson sem sögðu alltaf að þarna væri allt í sómanum? Fólk þarna á svæðinu hlýtur að eiga heimtingu á því að þetta fólk láti sjá sig og tali hreint út. Ekki benda alltaf á næsta mann við hliðina eða þann sem á undan eða eftir kom.
Stefndi í sjóðþurrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snillingarnir eru D og R listi sem eru að segja þér að borga Icesave. Þykir þér betra að horfa framan í Alfreð og hlusta á hann tala á meðan þú borgar fyrir hann?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 07:54
Nei Elín - ég hefði haldið að borgar búar vildu stilla þessu liði upp og fá að kasta einhverju í það svona til að fá örlitla sálarró. Er bara en og aftur glaður að búa ekki í borg óttans og myrkursins
Gísli Foster Hjartarson, 30.3.2011 kl. 08:41
Heykvíslahjörðin á þingi á mjög erfitt með að skilja að fólk vill frið og spekt, lög og reglu - dómstólaleiðina. Hún skilur hryðjuverkamenn mun betur. Kemur til móts við þá á alla lund.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 09:04
Málið er það Gísli, að OR var talin "gullkista" og stjórnmálamenn í Reykjavík notuðu fyrirtækið sem "ruslakistu" fyrir afdankaða stjórnmálamenn sem þurfti að losna við úr pólitíkinni. Og vegna þess að menn héldu að sjóðir OR væru ótæmandi var farið út í alls konar misgáfuleg gæluverkefni og svo létu stjórnmálamennirnir fyrirtækið styrkja alls konar verkefni. Reynslan hefur sýnt það að ÖLL FYRIRTÆKI SEM LÚTA PÓLITÍSKRI STJÓRN FARA Á HAUSINN þetta er einungis spurning um tíma. Þess má einnig geta að vegna þess hve menn töldu stöðu OR sterka, þótti stjórnarformennska þarna einhver "feitasti pólitíski bitinn" í Reykjavík og þá skipti ENGU hvort viðkomandi hafði nokkra rekstrarþekkingu eingöngu var hugsað um pólitíska stöðu viðkomandi.
Jóhann Elíasson, 30.3.2011 kl. 09:12
Jóhann þannig hefur þetta verið og er enn það er málið við verðum að breyta þessu ef ekki þá förum við beina leið á hausinn!
Sigurður Haraldsson, 30.3.2011 kl. 09:15
Ég veit ekki betur en Alfreð Þorsteinsson sé búinn að vera að tjá sig um OR í fjölmiðlum síðustu daga. Þegar öllu er á botnin hvolft, þá tók OR þátt í sukkinu fyrir hrun eins og allur orkugeirinn, bankakerfið, einstaklingar og síðast en ekki síst ríkið sjálft. Hver heldurðu að nenni að spá í OR og þá sem voru þar s.l. 10 ár ? Fólk er orðið hundleitt á þessu Gísli því það líður ekki sá dagur að ekki komi nýtt hneykslismál á netinu og síðum dagblaða og þetta er bara orðin síbylja eins og Icesave og ESB, þín hjartans mál. Fólk er bara farið að spá í hvernig það ætlar að verja frítíma sínum með börnum sínum, vinum og fjölskyldu og áhuginn á þessu öllu samann er kominn útfyrir þau mörk sem heldur fólki af áhuga við efnið. Stór hluti þjóðarinnar lítur orðið á skattahækkanir, niðurskurð, veikt atvinnulíf og gjaldfallna reikninga sem normal ástand. Af því ættum við að hafa áhyggjur á meðan stjórnkerfið og valdabatteríið er annað hvort statt í Brussel eða að vinna hér heima fyrir við spurningalista frá Brussel í málefni sem meirihluti þjóðarinnar vill ekki.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 11:45
Jón Óskar ESB og Icesave eru ekki mín hjartans mál heldur bölvuð verðtryggingin........
Gísli Foster Hjartarson, 30.3.2011 kl. 12:54
Verðtryggingin verður ekki lögð af nema með annarri mynt, sem þýðir eiginlega EUR=ESB ekki satt ? þetta ber allt að sama brunni. Hér þarf að halda verðbólgu niðri og þá getum við lifað við verðtryggingu áfram.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 12:57
Jú Jón það er líklegast - en hitt er kjaftæði það á ekkert að þurfa ða lifa með verðtryggingunni áfram - hún er timaskekkja
Gísli Foster Hjartarson, 30.3.2011 kl. 13:32
reyndar sammála þér þar. Við erum að koma út úr tímum óðaverðbólgu og gríðarlega hárra vaxta. Þó maður sé ósáttur við ýmislegt að þá hefur þetta þó gengið til baka og ef ekki kæmu til gríðarlegar olíu og skattahækkanir, þá væri verðbólgan trúlega að éta upp lánin okkar núna í verðhjöðnun. Krónan kostar, það er rétt.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.