Björn vinur minn!

En á ný ryðst einn af þeim er tóku drjúgan þátt í spillingunni hér áður fram á sjónarsviðið og gagnrýnir aðra. Menn eins og Björn Bjarna eru búnir með öll sín prik í íslenskri þjóðmálaumræðu og eiga að halda sig til hlés. Hann má ekki gleyma að hann er einn af þeim sem slepptu klárum frjálshyggjunnar lausum og eftirlitslausum um íslensk engi með alveg einstökum árangri. Menn setu heimsmet sem sennilega verður aldrei slegið, ja allavega ekki miðað við höfðatölu.

Megir þú eiga góða helgi Björn Bjarnason, rétt eins og við hin.


mbl.is Segir ríkisstjórnina standa atvinnulífinu fyrir þrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú værir í góðum málum ef þú hefðir þó ekki væri nema nokkur prósent af visku Björns Bjarnassonar en þú ert búinn að sýna það hér á blogginu að þú yrðir sennilega að deyja og endurfæðast sem einhver annar til að eiga einhvern séns.

Casado (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Svona er lífið Casado - það eru ekki allir eins. Ég hef t.d. aldrei haft tækifæri til að koma vinum í stöður hjá ríkinu útaf vinskap, en ekki hæfileikum, og hef í raun engan áhuga á því. Kannski að viska Björn sé nokkur en ég er nokkuð viss um að samviksa mín er hreinni.

Gísli Foster Hjartarson, 1.4.2011 kl. 22:51

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

...og ekki er mikill vafi á að viska mín og kannski kjarkur er meiri en hjá þér sem kemur fram undir dulnefni - ekki eru það merkilegir karakterar sem svo læðast með veggjum

Gísli Foster Hjartarson, 1.4.2011 kl. 22:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður, Gísli!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2011 kl. 06:18

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þakka þér Axel Jóhann - Eigðu góða helgi

Gísli Foster Hjartarson, 2.4.2011 kl. 08:01

6 identicon

Já já um að gera að ráðast bara að persónunni. 

annars hefur BB rétt fyrir sér eins og yfirleitt, enda var hann frábær stjórnmálamaður og vinnuþjarkur á sínum tíma.

Loki (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 14:15

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst Björn ávallt rökfastur og fylginn sér, enda er hann ekki í hópi fyrrverandi ráðherra, sem láta nota sig í auglýsingu Áfram-manna í heilsíðuauglýsingu Fréttablaðsins!

Kristján P. Gudmundsson, 2.4.2011 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.