Gjörsamlega ónothæfur!!!

Get ekki annað en hlegið núna eftir þessi úrslit hjá Liverpool. Menn gjörsamlega búnir að taka Hodgson af lífi í haust og flest verstu orðin sem til eru í íslenskum , já og erlendum orðabókum, hafa verið notuið til að lýsa þjálfarahæfileikum hans og kunnáttu, svo ekki sé minnst á getu hans til að ná einhverju út úr leikmönnum.  Ætla ekki að segja að hann sé hreint frábær stjóri heldur held ég að stuðningsmenn Liverpool hljóti að fara að sjá og viðurkenna að það er eitthvað meira en lítið að í herbúðum liðsins og búið að vera í nokkurn tíma. Þetta fornfræga félag mun braggast í framtíðinni, hef enga trú á öðru, spurningin er bara hvenær!
mbl.is Hefndarstund hjá Hodgson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef sagt það í amk 10 ár að eitthvað er að.. hvað er að ? jú þeir hafa ráðið vonlausa stjóra og hangið of lengi á þeim þannig að klúbburinn dofnaði.. King Kenny mun ekkert fara að breyta því.. og að reka Roy var bara að pissa í skóinn sinn..

Evans fékk 2 árum of mikið , svo kom árið í samvinnu við houllier.. Houllier fékk 3 árum of mikið.. Rafa fékk 3 árum of mikið..

Liverpool er stórklúbbur með handónýta stjórn..

Óskar Þorkelsson, 2.4.2011 kl. 16:59

2 identicon

Ég ætla mér að gefa mér þær forsendur að þið 2 horfðuð EKKI á þennann leik.
EN ef að svo er þá hljótið þið að hafa mold í hausnum fyrir að skrifa svona.

Sá ágæti trúður Atkinson sá einn og óvaldaður (með smá hjálp hinna tveggja) að gjörsamlega EYÐILEGGJA leik Liverpool.

Andy Carrol gat ekki einu sinni farið upp í skallabolta án þess að vera dæmdur ranglega.
Brot á Suarez ekkert dæmt, Suarez fékk stórglesilega sendingu og kominn einn á moti markmanni.  Dæmdur ranglega rangstæður. 
Brotið á Andy Carrol rétt fyrir utan vítateig.  Hann var dæmdur brotlegur fyrir það og einnig viðvörun um að fá rauða spjaldið ef hann myndi nú ekki haga sér almennilega.

Svo seinna vítið sóknarmaður WBA rífur Soto niður kems inn í vítateig þarsem Reina blockerar hann.  Þá lætur hann sig detta með tilþrifum.  Þeir voru nú ekki lengi að dæma víti á það...

Þannig að WBA vann ekki neitt.  Dómaratríóið sá algerlega um það

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 17:23

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Ingi - Hvert sendi ég vasalútana? WBA vann leikinn skoraði fleiri mörk og fékk öll stigin þrjú - og bara svo að þú sért ekki að saka mig um enitt þá náði ég í þetta hér að neðan á erlendri fréttasíðu: Albion were worthy of their victory, possessing the game's most potent attacker in Peter Odemwingie and an effective midfield anchorman in Youssouf Mulumbu. Luis Suarez again showed flashes of his quality for the Reds but Andy Carroll had a quiet game after scoring his first England goal in midweek against Ghana

....svo af því að ég þekki ekki nógu vel til þá sá ég að einhver hafði skrifað að miðað við fyrstu 15 leiki þá væri árangur Hodgson betri - en tek fram að ég hef ekki kannað það.

 posminfgm-a3pm-aftm-a+/-offdeftotastpfsttobsbapts
G. HillF25:316-90-17-7+1501120210019
C. FryeF-C26:283-102-61-1+150222410009
M. GortatC-F32:454-80-02-4+6291103012010
J. DudleyG-F37:507-121-11-3+734751212016
A. BrooksG24:225-111-31-2+712363020112
V. Carter 10:101-31-10-0+60000010003
J. Childress 22:293-40-00-2-21010142006
R. Lopez 06:581-20-00-0+40331101102
Z. Dowdell 24:005-100-14-4+601154050014
H. Warrick 26:125-90-17-8+5371012000017
G. Siler 03:151-10-01-2-401102000  

Gísli Foster Hjartarson, 2.4.2011 kl. 17:44

4 identicon

Og hvaða síða er þetta... måske the sun :D

Það eru misjafnir miðlarnir eins og þeir eru nú margir...
Ég er nú einmitt að sejga þér hvernig þessi leikur var eyðilagður af herra atkinson og hans tveimur skósveinum...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 19:26

5 identicon

Gísli horfði ekki á leikinn en hann hefur skoðanir á öllu.  King Kenny hefur betri árangur í stigum en Hogdson svo við höfum það á hreinu og þetta var ekki körfuboltaleikur.

SS (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 00:15

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

SS þurfti ekki að horfa á leikinn til að hafa skoðun á meðferðinni á Hodgson. Er búinn að kíkja í 3 miðla enska núna í morgun og hvergi sé ég dómaratríóið tekið af lífi fyrir að hafa eyðilagt leikinn. Flestir með elikinn skráðan í nokkuð góðu jafnvægi en Liverpool þó ívið skæðari. SS gott að þú skarst úr um þetta með Roy og King Kenny, eins og ég sagði þá fór ég ekki í að grafa þetta upp. Sá þessu bara kastað fram af einhverjum að miðað við fyrstu 15 leikina væri árangur Hodgson betri! En hvort hann er það eða ekki truflaðr mig lítið, vona bara að Liverpool, já og önnur lið,  fari að rétta úr kútnum því ég er orðinn þreyttur á að sjá alltaf sömu 3 liðin í efstu sætunum. Þeir mega fara að landa titlum í meira magni en verið hefur síðustu misseri.

Já þetta körfuboltaspjald - skil ekki hvernig það fór þarna inn, væntanlega verið uppsafnað í einhverju copy/paste rugli.

Gísli Foster Hjartarson, 3.4.2011 kl. 10:15

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég horfði á leikinn en er kominn upp úr þeim skotgröfum að kenna dómaranum um tapið.. Liverpool átti bara ekki breik í WBA.. sorry

Óskar Þorkelsson, 3.4.2011 kl. 16:54

8 identicon

Nú er ég Liverpool aðdáandi og get alveg verið sammála sumum hérna að Atkinson dæmdi illa og það frekar mikið illa, en að kenna dómaranum um að tapa gegn WBA er fáranlegt. Er búinn að fylgjast með Liverpool í meira en 20 ár og þetta lið sem er að spila núna er það langlélegasta sem ég hef nokkru sinni séð klæðast fínu rauðu treyjunni. Menn eins og Sotiris Kyrgiakos, Martin Skrtel, Jay Spearing, Dirk Kuyt á kanti, Joe Cole, David Ngog og margir fleiri eiga akkurat ekkert erindi í lið sem ætlar að berjast um topp 4-5 sætin í deildinni. Get lofað því að það væru ekki nema þessir leikmenn sem myndu komast í toppliðin af þeim leikmönnum sem spila með Liverpool og það eru Pepe Reina, Steven Gerrard, Luis Suarez, Raul Meireles, Martin Kelly og svo myndu Glen Johnson, Lucas Leiva, Andy Carroll vera í kringum hópinn í þessum toppliðum. Þannig að aðdáendur Liverpool verða að fara að lifa í raunveruleikanum liðið sem er að spila í dag fyrir Liverpool er á sama stalli og Bolton, Aston Villa, Everton og Newcastle þannig að menn verða að hætta að lifa í þeirri trú að Liverpool "eigi" að vinna þessi minni lið því hópurinn er bara alls ekki nógu góður.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.