Afar sérstakt!

Það verð ég að segja að mér finnst þetta afar sérstakt. Geta atvinnurekendur og aðrir forkólfar ekki unnt fólki því að taka sjálfstæða ákvörðun? Já eða nei - þetta verður hver og einn að finna hjá sjálfum sér, menn geta ekki þvingað svona fram. SA hafi verið að heimta hitt og þetta í kvótamálunum fyrir sína menn og svo þetta núna hvað verður næst? Jújú eflaust eru þessar kosningar mikilvægar, SA telur afar mikilvægt ef að þau eiga að ná spyrnu af botninum og í átt að betra lífi fyrir "alla" að þetta verði samþykkt, og sumir forkólfarnir taka sama pól í hæðina. En það á ekki að þvinga fólk til að taka svona ákvarðanir það getur sprungið í andlitið á manni svo mikið er víst.

Verkalýðsforkólfar, margir hverjir,  og atvinnurekendur mega ekki gleyma að það er ekki eins og þeir séu í fyrsta sæti hjá fólkinu í landinu, ekki frekar en pólitíkusarnir.


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér. Vissulega geta forystumenn samtakanna haft þessa skoðun, en að skella þessu svona fram á þennan hátt nokkrum dögum fyrir kosningar er vægast sagt vafasamt. Þessir menn hafa undanfarnar vikur haldið því fram að þeir séu að því komnir að skrifa undir ef ríkið kvitti upp á kröfur þeirra. Ætluðu þeir að skrifa undir áður en úrslit kosninganna réðust, eða voru þeir bara að ljúga?

Svo er kröfugerð þeirra sérkennileg. Kjósið Já í Icesave, festið eignarétt á kvóta í sessi (35 ára leiga með rétti til framlengingar er ekkert annað) og ríkið á að greiða allar kjarabætur, ýmist með lækkun gjalda á atvinnurekendur eða með beingreiðslum í lífeyrissjóði.

Mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt.

Hvað næst? Kjósið Samfó eða Sjálfstæðisflokkinn eða við segjum upp samningunum?

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 08:30

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Sigurður E. Vilhelmsson þetta er skrýtinn heimur. Maður býður bara eftir að heyra það sem að þú nefnir þarna síðast - Get ekki að því gert sem smár atvinnurekandi að mér finnst þetta afar sérstakt - þó svo að ég hafi svo sem fundið fyrir því í samskiptum við þá sem eru stærri en ég (ekki feitari endilega heldur með stærri  fyrirtæki) að það eru erfiðleikar, en þá hefur mér fundist það vera miklu miklu meira útaf því hvernig bankarnir haga sér og taka "geðþótta" ákvarðanir í hinu og þessu.   ....en kannski sannast bara hér hversu skrýtinn ég er?

Gísli Foster Hjartarson, 6.4.2011 kl. 08:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að þessi framganga hjálpi fleirum en mér að taka endanlega ákvörðun varðandi Icesave.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2011 kl. 12:10

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Axel ég er hræddur um að þessi vopn geti snúist í höndunum á þeim, rétt eins og með kvótamálin. Leyfi mér að segja þetta þó ég búi í Eyjum

Gísli Foster Hjartarson, 6.4.2011 kl. 12:50

5 identicon

Sammála Gilli.  Verkalýsðsforkólfar og atvinnurekendur eiga ekki að vera með svona hótanir gagnvart mér og þér.  Það er líka óþolandi þegar verkalýsforkólfar eru með yfirlýsingar varðandi EB og fleira.  Pólitík á ekki heima í verkalýðsfélagi og ég er mjög ósáttur við það hvernig formaður ASÍ hagar sér í mínu nafni.

Ólafur Þ Snorrason (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 14:24

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Ólafur - að á að leyfa fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir í öllum þessum málum sama hvaða nafni þau heita. Ég held að það að þröngva hlutum inn á fólki hjálpi nú sjaldnast mikið. Ég er ekki ánægður með Villa minn vasaklút og hans gjamm síðustu vikur og mánuði þó ég sé sammála honum í ýmsu þá eiga sumir þessir hlutir ekki að vera notaðir á þann hátt sem menn eru að gera. Sé  að við erum samstíga í þessu, og ekki bara við heldur margir fleiri. Þetta er svona eins og að fara ég veit ekki hvað langt aftur í tímann. Svona eins og maður heyrir sögur héðan úr Eyjum og annarsstaðar þegar talað var um þrælsóttann og menn stigu helst ekki gegn yfirboðurum sínum eða eigendum fyrirtækja, þeir réðu manni líka þegar heim var komið úr vinnunni - óþolandi og á ekki að þekkjast

Gísli Foster Hjartarson, 6.4.2011 kl. 19:00

7 identicon

Maður þakkar fyrir að kjörklefinn er prívat og fólk getur kosið það sem það vill.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.