10.4.2011 | 01:00
Engar launahækkanir!
Skilaboðin verða skýr eftir helgi verði samkomulagið fellt, eins og er 99,9% öruggt þó eftir eigi að telja eitthvað. Samtök atvinnulífsins munu leggjast alfarið gegn launahækkunum sama hversu háar þær eiga að vera. Farið verður aftur á 0 reit og hér verður dansaður polki, með tilheyrandi brölti, fram í september eða október við að reyna að koma einhverjum vitrænum samningum á. Hreint og klárt.
Funda strax eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
STASÍ-elítan er komin út í horn í sínum málflutningi félagi. Gamli þingmaðurinn Vilhjálmur og wannabe þingskrautið Gylfi eru ómarktækir og ekki á vetur setjandi.
Þjóðin hefur hafnað málflutningi þeirra í tvígang og nú er komið að vinnuveitendum þeirra að reka fíflin með skömm.
Ef þessi þjóðaratkvæðagreiðsla kennir atvinnurekendum og alþýðusamböndum eitthvað þá er það virðing fyrir þjóðarvilja.
... og þjóðin vill svo sannarlega losna við þessa gömlu þreyttu þurfalinga.
Bestu kveðjur í Eyjar - Suðrið rokkar!
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:23
Já Hilmar fólkið er lengi búið að kalla eftir að skipt verði inn á á flestum stöðum en ekkert gerist allt við það sama - því miður. EN það gerist bara af því að menn fá ekki fólk í staðinn, hafa ekki kjark í baráttuna og kannski er það þarna eins og var í aðdraganda hrunsins algengt fólk hélt sig við borðbrúnina og beið þess að bitar féllu þeim í fang eða á tunguna á þeim sem var úti við öllum stundum. Svo gengu menn um og dreifðu flokksskírteininu og hviss - bamm - búmm .........hér erum við í dag. Það þarf náttúrulega að stokka þetta allt upp og koma nýjum reglum í gang.
Veit nú ekki hvort suðrið rokkar ......heyrist það nú vera nær því að fjúka þessa stundina
Gísli Foster Hjartarson, 10.4.2011 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.