Nú er kominn tími til.....

.....að ná að opna blessaða Landeyjahöfnina, þó ekki væri nema vegna þess að ég er farinn að hugsa mér til hreyfings - því sól hefur hækkað á lofti -  og önnur af tveimur plönuðum ferðum ársins til meginlandsins er framundan. En samt er nú mikilvægara að höfnin opni fyrir aðra en mig. Hér hefur nokkuð verið lagt undir hjá mörgum vegna nokkurra væntinga um aukin ferðamannastraum í kjölfar opnunarinnar í fyrra.  Þarna má kannski segja að um forsendu brest sé að ræða, ekki ósvipaðan þeim er varð er erlend lán fólks hækkuðu við fallandi gengi blessaðrar krónunnar - margir vilja þó meina að hvorutveggja hafi verið vel fyrirsjáanlegt, en að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um það!
mbl.is Siglt í Þorlákshöfn fram yfir páska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þar er ég samála þér með blessaða krónuna okkar hún hefur verið töluð niður full mikið undanfarið.

Sigurður Haraldsson, 12.4.2011 kl. 21:15

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sigurður þjóðin þarf að fara að spýta í lófana og reyna að láta eins og hún sé hjá sama fyrirtækinu. Fannst daninn í Kastljósi nokkuð góður eyðileggjum ekki það sem nú þegar er búið að áorka heldur höldum áfram að feta stigið fram á við en förum varlega missum okkur ekki og förum aftur á byrjunarreit. Reynum að láta hausinn standa upp úr skaflinum!!!

Gísli Foster Hjartarson, 12.4.2011 kl. 22:02

3 Smámynd: Ragnar Einarsson

Til hvers að búa til pening ef á að nota hann til að moka sandi í botnlausa tunnu.

Laneyjarhöfn.

Ragnar Einarsson, 13.4.2011 kl. 02:08

4 identicon

Maður var svekktur að fá tilkynningar um það í gær að páskaferðin yrði í gegnum Þorlákshöfn.  Hinsvegar eru Eyjarnar slíkar að ég er bara sáttur að komast báðar leiðir yfir höfuð.  Hlakka til að nýta mér Landeyjahöfn óspart í sumar og um komandi ár.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband