Góður, betri, bestur

Það verð ég að segja að margt sem þarna er haft eftir Jóni Gnarr er í mínum huga "spot on". Það er í góðu lagi að taka aðeins umræðuna um þessa hluti. Það er löngu kominn tími á að hrista aðeins upp í þessu - ég er ánægður með Gnarrinn. Held líka að mikið af liðinu - hinu ofur pólitíska sé en ekki ljóst hversu fjarri raunveruleikanum það var komið, þegar ósköpin dundu yfir. Sumir eru en með tunguna úti og bíða þess að brauðmolar falli af borðum á þeirra tungu!!!!
mbl.is Húmorsleysi og neikvæðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann er flottastur

Óskar Þorkelsson, 19.4.2011 kl. 21:46

2 identicon

Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með manninn. Ég kaus byltingarmann og hetju, ekki auðvirðalegan þræl hinnar gjörspilltu Samspillingar, sem ég myndi aldrei kjósa, né þjóna hennar. Ég kaus sjálfstæðan og greindan mann, ekki lepp sem fer með línur og lætur segja sér hvernig hann á að sitja og standa. Ég kaus alvöru mann, ekki heilalausan hálfvita sem segist taka ákvarðanir afþví Vigdís hafi sagt eitthvað í blöðin. Ég sem hélt þetta væri velmenntaður og víðlesinn maður, í sannri merkingu orðsins. Ég hélt ég væri að kjósa afburðarmann, eða að minnsta kosti góðan og grandvaran mann. Ég er farin að efast, en bíð enn og vona að Jón komi til og vakni upp frá Þyrnirósarsvefninum vonda eftir að hafa bitið í eitureplið illa meðalmennskunnar og heimskunnar, sem blasir við á hvítum fánagrunni, ömurleg eftirlíking Japanska fánans, merki eftirhermunnar og smáborgararans, sem Jón minn skal aldrei bera! Vaknaðu Jón! Vaknaðu!!!

Kjósandi (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.