Þúsundasti dagurinn í röð

Það er ekki bara afmælisdagur Paul "Bono" Hewson söngvara U2 í dag. Í dag er líka dagurinn þar sem ég hef náð því að setja allavega eitt blogg á dag inn á mbl.is í 1000 daga í röð. Þetta er eitthvað sem að ekki stóð endilega til að gera en þetta hefur verkast svona. Bara nokkuð gaman af þessu en kannski kominn tími á að íhuga að hætta þessu.......... ja allavega draga úr. Já og svo er maður búinn að vera á topp 50 á mbl.is í sennilega eina 950 daga eða þar um bil, og meira að segja á toppnum megnið af janúar í fyrra.Vinsældir Moggabloggsins hafa talað þónokkuð eins og sjá má á heimsóknum á þá er vinsælastir eru á mbl.is í dag er þetta undir 10 þúsund á viku en var á tímabili stundum á 3 tug þúsunda. EN þá var þetta nú í ákveðnu hámæli og mikil nýliðalykt af blogginu og blogglestri. Hver man t.d. ekki eftir því þegar Ellý Ármanns sló í gegn með sínum pistlum?

En dagur 1000 hefur komið og mun brátt kveðja.  Langar bara að þakka öllum þeim er líta stundum við hérna hjá mér. Getur verið að ég opni nýja síður fljótlega á nýjum slóðum og mun þá gerast hógværari!!!  - takk fyrir mig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þakka þér fyrir okkar kynni hér:)

Vonandi sé ég þig aftur...bara spurning hvar..............:)

Halldór Jóhannsson, 10.5.2011 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband