13.5.2011 | 18:39
Halló, halló!!!
Er þetta nú ekki too much?
Höfnin hefur verið að pirra margan og greinilegt er að fólki hefur ekki verið gefnar réttar upplýsingar. Það held ég að sé á hreinu. Aldrei sá ég neitt haft eftir skipstjórnarmönnum og það er jú þeir sem sigla skipinu fram og til baka. Ekki þeir hjá siglingastofnun. Ekki þeir hjá bænum. Ekki þeir á Skandia. Ekki farþegar. Skortur á réttum upplýsingum er vandamálið.
Svo í kjölfar þessara láta allra má spyrja sig hvort Eyjamenn hafi verið sjálfum sér verstir varðandi þessa samgöngubót? Man ekki betur en að það hafi staðið til á sínum tíma að gera þarna stærri og öflugri höfn, með t.d. stærri görðum. Menn hér voru nú ekki hrifnir af því og vildu minnka og minnka höfnina þannig að hún tæki bara Herjólf og engan annan. Vildu ekki eiga á hættu að þarna yrði "góð höfn" sem jafnvel aðrir gætu notað. - minnir að pólitíkin hafi farið í málið, og á er náttúrulega voðinn vís!!! Man ekki betur en að í umræðunni hafi t.d. sprottið upp sú hugmynd um að hafa höfnina þannig að á görðunum væri jafnvel hlið sem væntanlega hefur átt að vera eins og bílskurðshurð og opnast aðeins þegar "eigandinn" kæmi heim. ......ætli við séum búin að vera að gjalda í vetur fyrir m.a. annars þessar hugmyndir manna?
Herjólfur fer aukaferðir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sandpyttur fyrir Herjóf og ekkert annað!
Sigurður Haraldsson, 13.5.2011 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.