Cotterill kokhraustur!

Veit ekki með ykkur en mín tilfinning er að Hermann geti, ef hann vill, orðið langlífari en Cotterill hjá félaginu. Held því að Cotterill ætti að hafa sig hægan. Get ekki ímyndað mér að kröfur Hermanns séu svo svakalegar að félagið ráða ekki við þær!!! Steve Cotterill er nú ekki þessi draumaþjálfari sem að fólk vill að stjórni liði sínu þegar sóst er eftir árangri!
mbl.is Cotterill: Bíð ekki eftir Hermanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki viss um þetta hjá þér Gísli. Cotterill stóð sig ekkert illa hjá Burnley, var þar í þrjú ár (í 1. deildinni). Svo stóð hann sig mjög vel með Notts County í fyrra áður en hann tók við Portsmouth.

Herrmann er jú öflugur fauti, um það eru allir sammála, en misjafnar sögur fara af honum sem knattspyrnumanni!

Þá er hann orðinn gamall og oft meiddur svo ég held að hann geti ekki gert miklar kröfur.

Því er ég næstum fullviss um að hann fái ekki nýjan samning, nema á einhverjum meðallaunum - og endi í neðri deildunum (þar sem hann á reyndar heima) ef hann fer ekki að semja.

Ég vona bara eitt, að kallinn fari ekki að koma heim. Nógu ljót er spilamennskan hér, þó hann bætist ekki við í þá hörmung.

torfi stefánsson (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Torfi ég veit að þetta er kannski svolítið gróft. En hann hefur nú svo sem náð þokkalegum árangri þó ekki líki öllum fótboltinn sem hann lætur spila. Hann gerði það mjög gott hjá Cheltenham, já og svo hjá Notts County. En auðvitað er þetta líka spurning um hvað telst góður árangur hjá hverju liði. Liðin mis stór og sterk sem og deildirnar sem að viðkomandi lið er í.  - Sé nú ekki Hemma koma heim að spila, ja allavega miðað við það sem ég hef heyrt frá honum, já og víst er að hann getur ekki sett fram sömu kröfur í dag og áður það held ég að við gerum okkur nú öll grein fyrir en hann er minn maður þarna engu að síður.

Ágætis úttekt á Cotterill hér, og þar má sjá árangur hans http://en.wikipedia.org/wiki/Steve_Cotterill

Gísli Foster Hjartarson, 16.5.2011 kl. 14:15

3 identicon

Ekki má gleyma langlífum sögum um að Hermann Hreiðarsson sé aurapúki, sem er nú ekki falleg lýsing eins og ástandið í heiminum er orðið.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 14:15

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skondið að hafa aldrei kynnst þessari hlið á Hermanni Bjarni. Upplifun mín á honum akkúrat ekki þannig. En það verð ég nú samt að telja eðlilegt að hann vilji öngla inn á ferli sínum sem tuðrusparkari enda þar oft ekki um langan feril að ræða. Allir þeir hlutir sem ég hef beðið hann um hvort heldur er í eigin nafni, í nafni ÍBV eða fyrir aðra, hafa verið gerðir án vandkvæða og þess að farið hafi verið fram á einhverjar greiðslur. Hlutirnir hafa bra borist. En kannski er það af því að ég bara þekki kauða, get ekki dæmt um það en hef ekki heyrt dæmi um annað.

Gísli Foster Hjartarson, 16.5.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.