22.6.2011 | 13:00
heyr heyr
Fáum okkur gjaldmiðil sem er tryggari en það sem við búum við, þ.e.a.s. allt annað en okkar blessuðu krónu. Ætla að leyfa mér að stela þessari grein hér og hengja aftan við þennan pistil:
Fagnar Heimssýn hruni efnahags heimila og fyrirtækja? |
Heimssýn, félag sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fagnar mjög sveijanleika krónunnar í bloggi sýnu þann 16. júní sl. með orðunum Krónan bjargaði Íslandi, staðfest. Líklega er Heimssýn ánægð með þá björgun krónunnar á efnahagi einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja sem fólst í 30-40% lækkun kaupmáttar, sem fólst í stökkbreytingu höfuðstóls verðtryggðra lána og sem fólst í stórhækkun erlendra lána. Svo virðist sem Heimssýn fagni hruni afkomu og efnhags almennings og eða vegna þröngsýni horfi framhjá þessum hörmungum sem sveigjanleiki krónunnar olli.
|
Ein ástæða hrunsins á Íslandi var arfaslök og ábyrgðarlaus efnahagsstjórnun á Íslandi, ekki í nokkur ár heldur í áratugi. Gamlir uppgjafa stjórnmálamenn á ofureftirlaunum ásamt núverandi þingmönnum sem flykkjast í raðir Heimssýnar virðast ekki vilja horfa til hagsmuna almennings heldur eru í afneitum um afleiðingar sjálfstæðrar myntar og í afneitun um getuleysi sitt til þess að sýna ábyrga efnahagsstjórnun. Fulltrúar Heimssýnar virðast vera sérstaklega ánægðir með krónuna og áhrif hennar. Heimssýn virðist slétt sama þó heimilum og fyrirtækjum blæði vegna krónunar, bara ef ekkert breytist í þeirra eigin heimi.
Borgarnesi , 17. júní 2011. Guðsteinn Einarsson. |
OECD mælir með upptöku evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenskum heimilum blæðir ekki vegna þess að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil. Heldur vegna þess að þeir sem gefa hann út klúðruðu því verkefni illa.
Alveg eins og þeir sem gefa út evruna eru að gera í þessum töluðu orðum.
Fullyrðingar um að "hagsmunir almennings" eins og það er orðað í greininni, séu eitthvað betur tryggðir með einum verðlausum pappírsgjaldmiðli heldur en öðrum, gera ekkert nema að upplýsa vanþekkingu höfundar á því hvað peningar raunverulega eru og hvernig útgáfu þeirra er háttað nú til dags.
Ef það væri í alvörunni rétt sem reynt er að halda fram að smæð krónunnar sé eitthvað vandamál, þá hlyti lausnin að vera einfaldlega sú að stækka krónuna. Heilbrigð skynsemi segir manni að það geti nú samt varla verið svo einfalt, enda er það alls ekki svo. Ekki heldur þó við breytum nafninu á þessum "stóra" gjaldmiðli í eitthvað annað og skiptum um myndskreytingar á seðlunum.
Vandamálið liggur í einokun einkarekinna banka á því að gefa út (og falsa) 98% af þeim fjármunum sem eru í umferð og notaðir sem peningar, og tilraunum ríkisrekins seðlabanka til að fjarstýra þeirri útgáfu með misjafnlega löngum og sveigjanlegum handföngum í skjóli einokunar og pólitískra sjónarmiða. Þetta sama vandamál er til staðar í öllum vestrænum hagkerfum og það leysist ekki með því að fara úr einu þeirra yfir í annað, frekar en að fara af lödu yfir á trabant. Lausnin er ekki heldur stærri lada heldur að fá sér almennilegt ökutæki.
Króna, dollar, evra, franki, allt eru þetta pappírspeningar sem eru framleiddir af sömu fjárglæpamönnum og klessukeyrðu fjármálakerfið með afar skaðlegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. Lausnin á því vandamáli getur aldrei verið sú að leyfa þeim að halda þessu áfram, hvort sem það eru íslenskir eða erlendir peningaprentarar. Að vilja festa okkur inn í slíku fyrirkomulagi er í besta falli þröngsýni.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2011 kl. 14:32
þetta er voðalega gáfulegt allt saman hjá þér Guðmundur, en samt algert kjaftæði.. örgjaldmiðill er og verður drasl fyrir þá sem verða að nota hann.. þeir sem geta spilað á hann græða..
Óskar Þorkelsson, 22.6.2011 kl. 17:27
Kjaftæði?
Það að vandamálið sé eingöngu bundið við örgjaldmiðla er kjaftæði.
Spyrðu bara Soros sem felldi breska pundið. Ekki er það örgjaldmiðill.
Og ætlarðu að halda því fram að bönkunum sé treystandi til að framleiða 98% af því sem við köllum peninga án þess að viðhafa óhrein brögð? Ef svo er þá er líklega leitun að þeim manni á Íslandi sem ber meira traust til bankakerfisins.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2011 kl. 19:24
Óskar, þú verður að kynna þér ofan í kjölinn tilgang gjaldmiðla áður en þú lepur upp það sem misvitrir hagfræðingar tala um.
Flestum þeirra skortir grunnþekkingu á því hvers vegna maðurinn fann upp á því að nota gjaldmiðla og hinn raunverulega tilgang þeirra. ALLIR gjaldmiðlar heimsins eru misnotaðir í núverandi fjármálakerfi, hvort sem þeir heita dollar, evra eða eitthvað annað. Dollarinn er t.d. sá gjaldmiðill sem einna mest hefur verið nauðgað af öllum gjaldmiðlum heimsins og raunverulegt verðmæti hans er c.a. 2 sent.
Ákveðnir hagfræðingar á Íslandi mæltu með upptöku Bandaríkjadollars fyrir um ári síðan, en nú eru þeir sömu farnir að mæla með upptöku Kanadollars. Hversu ígrunduð greining telst þetta vera, hoppandi milli efnahagssvæða mælandi með nýjum og nýjum gjaldmiðli.
Íslenska krónan er til þess gerð að auðvelda Íslendingum að skiptast á vörum og þjónustu á Íslandi . Hún er ekki til þess gerð að láta innlenda og erlenda spákaupmenn misnota hana á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum, né hlutabréfamörkuðum.
Óvinur okkar allra er fjármálakerfið sem stjórnað er af bönkunum, þessu þarf að breyta áður en hægt verður að tala um einhvers konar framfarir, efnahagslegar eða lífsgæða.
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 22.6.2011 kl. 19:31
afhverju ertu að beina þessu að mér Egill ?
Óskar Þorkelsson, 23.6.2011 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.