23.6.2011 | 08:41
Ótrúlegt vægast sagt!
Það kemur eins og köld vatnsgusa framan í okkur Íslendinga svo ekki sé meira sagt. Við erum ekki vön öðru en að skora svona c.a. 90% í vinsældum. Getur ekki verið að það sé einhver reikniskekkja í þessum útreiknum Austrian Times?
![]() |
30,7% lesenda AT vilja Ísland í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég held að þú sért aðeins að misskilja þetta Gísli, málið er að margir austurríkismenn vilja ekki að við göngum inn í ESB, og það er vegna þess að þeim finnst okkur betur borgið utan bandalagsins. Það hefur oft verið sagt við mig, Af hverju eruð þið að sækja um aðild að ESB, þið hafið allt sem þið þurfið og meira til. Austurríkismenn eru líka afar reiðir yfir því að þurfa að borga hærri skatta og standa í allskonar björgunaraðgerðum gegnum ESB. Þetta er því vinarbragð en ekki ádeila.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2011 kl. 11:44
Lítum á björtu hliðarnar Gísli. Þetta var vinsældakosning og keppinautarnir voru Króatía (27.4%), Tyrkland (16%), Serbía (6%), Albanía (3,1%), Makedónía (1,3%) og Svartfjallaland (0,8%). Allt eru þetta verðugir andstæðingar með fullt af vinnufúsum höndum, sem ESB leggur mikið kapp á að fá til innlimunar.
Ísland með sín 30,7% lagði keppinautana með glæsibrag. Í hvaða flokkaíþrótt höfum við staðið okkur betur ? Er ekki rétt að fjölmenna að stjórnarráðinu og fagna fyrirliðanum fr.hr. Jóhönnu Sigurðardóttur ?
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 11:57
Ég vil halda pressu á inngöngu í ESB algjörlega. Ég geri það sérstaklega með þá von í brjósti að hér verði almennari vakning um bættan þjóðarhag. Ég er nú alls ekki sammála því að við höfum allt sem að við þurfumog meira til þó hér sé margt gott. Ég vil nota ESB pressuna til að reyna að vekja Alþingi og aðra er fara með ferðina til þess að bæta hér ýmsa hluti stóra sem smáa. Menn hafa gott að svona aðhaldi og okkur vietir í raunekki af því hér er margt sem betur má fara, sem og annarsstaðar.
Loftur ég lokaði augun og reyndi að sjá þig fyrir mér fyrir utan stjórnarráðið að fagna fyrirliðanum en sá þig ekk, varð alveg gáttaður
Gísli Foster Hjartarson, 23.6.2011 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.