24.6.2011 | 22:45
Jæja hvað skal segja
3 góð stig í hús - Sanngjarnt? nei ég held svei mér þá ekki. Stjörnumenn voru snarpir og sköpuðu usla og það meiri en við lengstum fannst mér. Þeir byrjuðu betur en við komumst svo inn í leikinn en þeir voru alltaf svona við það að gera eitthvað svo skorar meistari Jeffsy, en og aftur í sumar liggur mér við að segja, og við höldum því út hálfleikinn og rúmlega það. Liðin skiptust á sóknum og í hálfleik þegar ég renndi yfir það sem á undan hafði gengið þá fannst mér leikurinn hafa verið líflegur og við meg vera ánægðir með að vera yfir. Við skoruðum reyndar mark sem var dæmt af en ég var ekki alveg í aðstöðu til að sjá nógu vel hvort það var rangt eða rétt en hallast að því að það hafi verið réttur dómur því mínir menn misstu sig ekki í að gagnrýna dómarann!!!! Sama sagan í seinni mér fannst Stjörnumenn lykta af marki frekar en við lengstum. Svo fengu þeir víti þaðan sem ég sat þá fannst mér einn okkar manna krækja í leikmann Stjörnunnar og því fannst mér þetta ekki ósanngjarnt en okkar maður ver. En svo kemur jöfnunarmarkið. Duttu mér þá íhug orð eins er hringdi í mig í dag og sagði að hann væri ekki alveg viss með Abel í markinu hann væri ekki slakur en myndi sennilega eiga eftir að gera einhver mistök sem gætu orðið dýr!!!! - Aulalegt var þetta hjá honum, því miður. Við vöknuðum aðeins og Heimir gerði fínar skiptingar með því að senda Hughes, Sytnik og Andra inn á. Síðan fengum við víti. Horn frá hægri yfir alla í teignum og Andri og einhver leikmaður stjörnunnar snúa sér við og hlaupa á eftir boltanum. Þaðan sem ég sat þá fannst mér þeir bara svona eiginlega rekast saman á hlaupunum eins og stundum gerist þegar menn hlaupa á eftir boltanum, Andri féll við og við fengum víti - mér fannst það frekar ódýrt. Andri skoraði af miklu öryggi úr vítinu, og ég sem hélt að aðeins Tryggvi mætti taka vítin!!!! Reyndar hringdi einn í mig áðanog vildi meina að ef að Andri og Stjörnumaðurinn hefðu verið á hlaupum útan teigs þá hefði Andri fengið aukaspyrnu .....sé það matið þá var þetta réttilega dæmt vítaspyrna.
Ætla ekkert að leggjast sérstaklega yfir alla dóma Erlends dómara í dag en mér fannst hann með slakari mönnum vallarins sama í hvaða átt er horft.
Stjarnan án stiga í Eyjum í 15 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
eru þeir bara ekki verðugir Íslandsmeistarar þá meini ég ÍBV,,,humhum.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 01:08
Ef að við vinnum ekki þá verðum við þarna í hælunum á þeim er sigra.......allavega ef svo fer fram sem horfir
Gísli Foster Hjartarson, 25.6.2011 kl. 07:54
Heill og sæll Gísli. Þó að ég telji ekki að IBV taki titilinn í ár, þá eru þeir sannarlega komnir í þá getu að vera að berjast um titilinn. Eitthvað segir mér að það verði FH og KR þetta árið. Það þarf mikið til að koma sér í þennan getuflokk.
Varðandi þetta víti þá verður gaman að sjá myndir af því í sjónvarpi. Ef Stjörnuleikmaðurinn rekst í hælana á Andra er lítið annað en að dæma beina aukaspyrnu og ef hún er innan teigs er það víti. Svo einfalt er það nú.
Stjarnan er hins vegar með tvo leikmenn á bekknum nánast allan leikinn, Ellert Hreinson sem að mínu mati gæti bankað upp hjá landsliðinu og Bjarki Pálll Eysteinsson sem getur gert mikinn usla með styrlka sínum og miklum hraða. Bjarni skiptir slíkum leikmönnum yfirleitt ekki inná fyrr en 10-15 mín fyrir leikslok og það er afar sjaldan að leikmenn komist í takt við leikinn á þeim tíma. Flokka þetta undir ákvarðanafælni.
Ég var búinn að lofa mér því að fara á leik í Eyjum þetta árið, það er tilfinning sem er afar ánægjuleg.
Sigurður Þorsteinsson, 25.6.2011 kl. 09:59
Já við verðum kannski ekki meistarar en hver veit. Verðum allavega í topp 3. Menn segja mér að eitthvað sé að gefa eftir í Firðinum - en hef ekki hitt minn mann þar til að spyrjast fyrir um þetta.
Þetta mat þitt með Andra er rétt en samt.............. fannst mér þetta ódýrt og þó nokkrir sem ég hef spjallað við í dag og eru stuðningsmenn ÍBV eru sama sinnis, en það verður hver að dæma fyrir sig. Ég var nokkuð hrifinn af Stjörnuliðinu líflegt og sókndjarft lið, gaman að horfa á þá. Bjarka Páll þekki ég ekki nógu vel en hef viljað fá Ellert hingað til Eyja og við meira að segja reyndum það á sínum tíma þegar ég var í ráðinu, gott ef hann fór ekki á Ólafsvík þegar við vorum að velta þessu fyrir okkur.
Nú er bara að velja rétta leikinn til að sjá. Ef ég er á vellinum þá sit/ligg ég í brekkunni fyrir aftan markið austan megin, fyrir ofan veginn - allir velkomnir í spjall þangað!!!!
Gísli Foster Hjartarson, 25.6.2011 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.