Stökkgryfjan!

Í dag er þetta í raun aðeins spurning um hvort liðið lendir í stökkgryfjunni! Endar fimleikafélagið þar eða henda þeir Eyjamönnum þangað. Eyjamenn komu til baka frá Írlandi í gær. Náðu að æfa seinni partinn og verða vonandi vel stemmdir í dag gegn fimleikafélaginu. Leikmenn fimleikafélagsins léku allar sínar bestu listir gegn Grindvíkingum í síðasta leik og rúlluðu þeim upp. Nú er bara að sjá hvort þeir telji þær æfingar duga fyrir þetta sumarið eða ekki. Sigur er nauðsynlegur hjá báðum liðum ætli þau sér að veita KR-ingum, já og Valsmönnum, einhverja keppni um dolluna þetta sumarið.   ....áfram ÍBV í dag sem aðra daga
mbl.is Toppbarátta í dag og kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

áfram KR

Óskar Þorkelsson, 10.7.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.