Eitthvað að frétta úr Árbænum?

Þetta var aldeilis góður sigur á lærisveinum Óla Þórðar, sem er sennilegast en að þruma yfir sínum mönnum. Ekki leiðinlegt að taka 3 stig þarna og það í kveðjuleik Eiðs Arons að sinni með uppeldisfélaginu sínu. Vona að pilti gangi sem allra allra best á nýjum slóðum. Þar fetar hann í fótspor bæði Hlyns Stefáns. og núverandi leikmanns ÍBV Ian Jeffs. Frábært að ná svona sigri. Tala nú ekki um þegar Valsmenn ná ekki að knýja fram sigur í sinum leik. FH-ingar að rétta úr kútnum og narta í hælana á þremur efstu. EN þetta er ekkert flókið Eyjamenn þurfa bara að vinna sína leiki og eiga ekkert að vera að hafa áhyggjur af öðrum. Við eigum Valsmenn heima um helgina. Gott væri að vinna það og skilja þá eftir með sárt ennið. Gaman að sjá að gamla brýnið T. Guð setur 2 kvikindi.  ....jæja nú er Óli sennilega að klára ræðuna sína og því tímabært að loka þessu bloggi - áfram ÍBV alltaf, alls staðar og um alla eilífð.
mbl.is Eiður Aron kvaddi ÍBV með sigri í Árbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Heyrðu Óli er enn að ....heyrist mér,enda skiljanlegt....

"Skjóttu" þína menn nógu snemma niður fyrir Valsleikinn svo þar tapist ekki 2-3 stig.....vegna sigurvímu ....

Áfram T.Guð...og segi bara jahérna Brynjar Gauti fékk að spila leik:):):),var að spá í að fá hann til baka bara.....óska Eiðs Aroni góðs gengis....

Halldór Jóhannsson, 3.8.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband