13.9.2011 | 09:27
Össur hefur hamarinn á loft......
....en hittir hann naglann? Í þessu tilfelli held ég að svo sé. Skil nefnilega sjálfur ekki þessa hræðslu við að fá samninginn í dóm til kjósenda og eins og ég sagði á fundi um daginn að þá hefur mér fundist síðustu misseri sífellt fleiri vilja klára málið og fá að greiða atkvæði um það sem mun liggja á borðinu.
Annað sem mér finnst athyglisvert að nánast öll umfjöllun um aðildarviðræðurnar við ESB snýst um landbúnað og sjávarútveg, veit vel að það er mikilvægt en er það allt?
Össur: Andstæðingar ESB hræddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já kjósa ???? Það er ég ekki viss um að við fáum að gera,,,,,,,,
Sigurður Helgason, 13.9.2011 kl. 11:57
Sigurður. Hvað fær þig til að óttast um að þú fáir ekki að kjósa um málið? Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til annars en að þetta mál fari eðlilega lýðræðisleið og verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 23:04
Sumarið 2009 var það tryggt af núverandi stjórnvöldum og meirihluta á Alþingi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði aðeins ráðgefandi og tillaga stjórnarandstöðu um að hún yrði bindandi VAR FELLD !!! Hver á byggðu bóli heldur að Össur og Jóhanna hlusti á þjóðina ? Gerðu þau það í Icesave ? Þessi vinnubrögð eru bolabrögð og þau ÆTLA að reisa sér minnisvarðann. ESB-aðildarsamninginn og hætta svo í pólitík, flytja við hlið Jóns Baldvins í Mosfellsbæ og fá sér krús á Ásláki og hlæja að þjóðinni meðan þau skrifa sjálfsævisögur.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 16:14
Jón Óskar. Þarna ferð þú rangt með sögulegar staðreyndir. Byrjum á byrjuninni. Stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er því ekki hægt að ákveða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með lagafrumvarpi því fyrst þarf að breyta stjórnarskránni. Til þess að breyta stjórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja breytinguna tvisvar og hafa þingkosningar á milli.
Minnihlutastjórn Samfylkingar og VG vorið 2009 lagði til breytingu á stjórnarskránni sem heimilaði bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur einmitt með það í huga að hægt væri að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við ESB. Með því að samþykkja þetta þá áður en kosið yrði til þings hefði verið hægt að samþykkja þessa breytingu aftur eftir kosningarnar 2009 og þá hefði verið hægt að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við ESB. Eftir kosningar var það orðið of seint því þá var ekki legnur hægt að ná fram stjórnarskrárbreytingu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að rjúfa þing á milli og efna til þingkosninga og það ver ekki það sem við þurfum þegar reida þarf efnahag landsins úr kreppu að gera Alþingi lítt starhæft í nokkra mánuði eins og er alltaf fylgifiskur þingkosninga.
Þetta vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hins vegar ekki og komu í veg fyrir að þessi breytingartillaga á stjórnarskránni næði fram að ganga með málfþófi.
Það er því Sjálfstæðisflokknum en ekki ríkisstjórnarflokkunum að kenna að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarsamninga að ESB er ráðgefandi en ekki bindandi.
Sigurður M Grétarsson, 14.9.2011 kl. 20:32
Sigurður, sjálfur fjármálaráðherra hefur látið hafa eftir sér í þingræðu (137. löggjafarþing - 29. þingfundur) um málið að "talið sé" að stjórnarskrárbreytingu þurfi til að þjóðaratkvæðagreiðsla sé bindandi. Um þetta er deilt og það veistu væntanlega líka.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 09:04
Nei Jón. Þetta er óumdeilt. Í stjórnarskránni er löggjafarvaldið einungis hjá Alþingi og það þarf stjórnarskrárbreytingu til að breyta því. Það er því ekki hægt að færa löggjafarvald yfir til þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að til þess komi heimild í stjórnarskrá. Til hvers heldur þú að stjórnvöld hafi verið að reyna að koma á breytingu á stjórnarskrá til að hægt væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild bindandi ef það hafi þá þegar verið heimilt samkvæmt stjórnarskrá.
Sigurður M Grétarsson, 15.9.2011 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.