Loksins lak það út......

....búið að liggja fyrir í nokkurn tíma að Heimir ætlaði sér að taka sér hvíld að loknu þessu tímabili. Maður er eiginlega mest hissa að það skuli ekki hafa verið komið á flug fyrr. Personulega fannst mér Heimir eiga að taka eitt ár í viðbót með liðið. Það eru ákveðin skipti í gangi í liðinu og ég hefði viljað sjá hann fara með þau í gegn en svo verður ekki.  Mótið er nú ekki búið og við en í fínum málum og því engin ástæða til að kveðja tannlækninn strax. Vona að maður þurfi ekki að fara að finna sér nýjan slíkan!

Það að ráða Magga Gylfa varð semsagt ofan á. ÍBV er liðið sem kom Magga á þjálfara kortið og hann hefur haft hingað ákveðnar taugar síðan þá, þó svo að hann hafi hoppað frá borði til að taka við KR á sínum tíma - eitthvað sem ég fæ aldrei skilið. Hér í prentsmiðjunni gall við í morgun þegar þetta spurðist út, ætli hann komi þá ekki með kaffivélina sína með sér? Það eitt að Maggi ætlar að snúa aftur þýðir að hann verður að gera eitthvað í því að fá sér stærra Þjóðhátíðartjald, eins og rætt var um í Dalnum í ár. En ljóst  er, burtséð frá Þjóðhátíðartjaldinu, að Maggi tekur við fínu búi og þarf að viðhalda því.

Ég verð reyndar að segja að mér finnst þessi tilkynning um þjálfara vera gerð á réttan hátt það er mun betra að hafa klárað þetta og gert opinbert en að láta sparkheim velta sér upp úr þessu hægri vinstri og láta það jafnvel hafa áhrif á liðið. Menn hafa vitað nokkuð hvað var að gerast, þó ekki hafi það farið á flug. Nú fer það á flug en flugið verður ekki eins hátt og það er búið að koma í veg fyrir kjaftaganginn.


mbl.is Heimir hættir og Magnús tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Það má treysta Eyjamönnum og jú Haukamönnum fyrir leyndarmálum,hehe...

Neitar bara að fara til Tannlæknisins,og færð fleiri í lið með þér nema hann taki ár í viðbót,hehe...NEMA að þú hafir samið við hann fyrir hönd Brighton,nú eða Liverpool eins og hann gantaðist með í tv-viðtalinu:):)

En æ veit ekki með Magga Gylfa með fullri virðingu fyrir fyrri ár hans hjá ykkur..

Svo nánast er það fyrsta í viðtali við hann(allir þjálfarar) að styrkja hópinn!!!

Geri þjálfarar þá leikmenn bara betri sem þeir eru ekki sáttir með og setja lika traust á þá:)

..................æææ hættur þessu tuði...:)

Bestu kveðjur til þín og Heimis:)

Halldór Jóhannsson, 12.9.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband