Hörmung

Þetta var ljóta hörmungin þessi leikur í dag. Menn úti á túni algjörlega. Svo mætti halda að TG hafi verið að spila sinn síðasta leik ever. Ætlar hann ekki að klára samninginn? Maðurinn búin að brenna af 4 eða 5 vítum frá því hann kom í fyrra löngu búið að taka af honum vítaspyrnunafnbótina og svo er hann allt í einu skyttan í dag!!! Átti að slá metið? Var metið mikilvægara en stigin 3? Skoraði ekki Aron úr víti um daginn? Mátti hann þá ekki halda bara áfram að taka? Hann hefði reyndar ekki geta tekið seinni vítið enda þá farinn af velli. Fannst þetta mjög spes.

Annars vorum við slakir í dag. Hornin t.d. í fyrri hálfleik hrein arfi. Svo kom þeir gulu í seinni Scotty með nettan bolta og Ólafur Örn mætir - 0-1. Eftir það þurfti maður ekki einu sinni að spá í hvert stigin færu. Eigum bara að þakka Guði, já eða Blikum fyrir að missa bara ekki Evrópusætið úr höndunum.

En maður er samt sáttur við að við náðum Evrópusætinu - það fannst mér raunhæft. Maður verður bara svekktur þegar maður horfir upp á slaka eins og í dag og einhvern veginn svona skort á einbeitningu.

Jæja en þetta tímabil er búið - þá er að spá í framhaldið. Heimir hættur. Fer TG? Hvað verður um Jeffsy? Garner? Tonny? Abel? Albert? Er Heimir að taka við Blikum? Já eða fara til KR? - Já það er líflegt framundan.

Eitt er þó víst, það er að jólin koma í desember - því hér er enginn Castró. Jú annað er líka klárt í mínum huga Áfram ÍBV alltaf alls staðar


mbl.is Grindavík áfram í efstu deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Þetta er mikill léttir fyrir mína menn í Kef en ég er sammála þér Gísli þetta með Tryggva en að klúðra 2 vítum í leiknum hlýtur að vera djöfulegt fyrir hann, en það var líka minnistætt 22. ágúst 2009 þegar Kef spilaði gegn KR í Kef og fengu Kef 3 víti í leiknum og Gummi Steinars tók þau öll og klúðraði 2 spyrnum og Kef tapaði 1-2.

Allavega að þá hefði ég viljað sjá Þórsara áfram í efstu deild og en og aftur gerir Grindavík hið ómögulega og heldur sér uppi á síðustu metrunum...Ótrúlegt að sjá þetta.

Kv

Friðrik

Friðrik Friðriksson, 1.10.2011 kl. 19:09

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Er nokkru við þessu að bæta....Synd að klára mótið svona eins og þú nefnir...
Menn mega ekki missa einbeitninguna þó titill hafi menn misst af og að það sé aðalkeppikeflið(hjá sumum)að láta TG9 slá metið...
Sendi Þórsurum góðar kveðjur með þeirra leiðinlega hlutskipti í dag....

Halldór Jóhannsson, 2.10.2011 kl. 01:05

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki það að ég vilji Þórsara uppi frekar en einhver önnur lið en fannst samt synd að sjá þá falla. Við því get ég þó lítið gert því það er árangur hvers liðs sem gerir  það að verkum hvar þeir enda. Held að menn hljóti að velja Þorvald Örlygsson í eitta f tveimur efstu sætunum yfir þjálfara ársins. Árangurinn sem hann náði  með Fram-liðið þegar nánast öll sund virtust lokuð er aðdáunarverður. KR-ingar þó klárlega lið tímabilsins. Íslands- og bikarmeistarar og frábær a´rangur í Evrópukeppninni - toppar það ekkert lið þetta árið.

Gísli Foster Hjartarson, 2.10.2011 kl. 08:54

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Væri gaman að sjá stöðu liðanna fyrir ja 7 8 umferðum síðan og svo í lok...Framarar hljóta að vera þar í þriðja sæti eða ofar...Jú Þorvaldur hlítur að koma til greina...þó að hann hafi ekki komið titli í hús:)

Jæja Óli Þórðar ætlar í brjálæðið í víkinni,heheh:)

Halldór Jóhannsson, 2.10.2011 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.