Að drattast úr sporunum!

Það hefur náttúrulega að vissu leyti verið gæfa að ekki var lagst í smíði nýrrar ferju áður en siglingar hófust í Landeyjahöfn. Nú er komin reynsla á höfnina, menn geta svo rifist um hvort reynslan er góð eða slæm. En það er allavega ljóst að gamli Herjólfur virðist ekki henta nema í skamman tíma á ári, miðað við hvernig menn tala. Það er náttúrulega löngu kominn tími á nýja ferju og með þessa reynslu sem komin er þá er nú um að gera að fara að drattast úr sporunum varðandi smíði á nýrri ferju.

Verð nú að segja að eins og mér hefur sýnst þetta vera í sumar þá hafa menn bara verið hamingju samir með að þetta var opið. Menn unnu lítið sem ekkert í að dýpka höfnina og gera sig klára í veturinn.Það var bara eins og menn héldu að ekkert þyrfti að gera.Samt eru margar vikur frá því að maður heyrði að planið fyrir veturinn væri að sigla fyrstu ferð í Þorlákshöfn og sjá svo til með næstu ferð á hvorn staðinn yrði farið!!!! OK þetta er afstaða.  EN hvað eru menn að spá? Hvenær átti þetta að byrja? Menn sigldu í Landeyjahöfn fram yfir áramót á síðasta vetri - síðan kom leiðindatíð - Hver segir að svo verði aftur í vetur? Hvort það verður betra eða verra veit ég ekki, en finnst allavega að menn eigi að leggja örlítið meira á sig við að vera undir veturinn búin varðandi Landeyjahöfn og ég er þess full viss að með meiri vinnu í sumar hefði það verið hægt.

Er svo sammála Elliða við eigum að stefna á að fá skip svipað Baldri. Svo vel reyndist hann. Hið fyrsta, en ég vil þó ekki taka Baldur af því góða fólki sem við Breiðafjörðinn býr. Við fengum Baldur að láni og það vantaði ekki að Eyjamenn voru margir óánægðir með það og hristu hausinn yfir því. EN margur er knár þótt hann sé smár og Baldur og áhöfn hans leystu hlutverk sitt með miklum sóma. Af bæði skipi og áhöfn fara hér um bæinn, og vonandi sem víðast, góðar sögur. Nýtt skip gæti þurft að vera örlítið stærra og svo framvegis en ég treysti því að fagaðilar leysi það mál, ég er ekki maðurinn í að leysa það. 


mbl.is Ný Vestmannaeyjaferja kostar um 4 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra og sjá hvað Baldur ásamt áhöfn voru að gera góða hluti í afleysingunum þetta árið. Er nú ekki búin að lesa greinarnar í Morgunblaðinui í morgun , en sé með snöggum yfirlestri að Vestmanneyjingar eru svolítið að ásælast Baldur.  En ég vona svo sannarlega að við fáum að halda Baldri  hér, manni hlýnaði um hjartaræturnar þegar hann flautaði og tilkynnti komu sína þegar hann kom til hafnar hér mánudaginn .

Anna María (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 10:27

2 identicon

Ferja á borð við Baldur hentar ljómandi vel á þessari leið.

Það virðist sem margir átti sig ekki á því hvað Baldur er drjúgt skip, yfir 1000 tonn, og grunnristari en Herjólfurr, og svo nokk stöðugur í innsiglingunni.

Svo er eins og fólk átti sig ekki á því að ef á að fá annað skip eða önnur skip í stað herjólfs, þá er nátturulega bara að selja dallinn uppí.

Svo er það "hönnunarvinnan". Þarf að hanna ferju frá grunni? Voru Íslendingar að finna upp skipið í gær? Það er fullt af ferjum víða um veröld, og þarf ekki endilega að kaupa nýtt......

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 12:44

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Anna María þeir stóðu sig eins og hetjur og góður rómur gerður að störfum þeirra um allan bæ. Skemmdi ekki fyrir að þrír þeirra komu færandi hendi hingað í prentsmiðjuna með Snæfells varning.

Já Jón Logi það er svo sannarlega engin ástæða til að ætla að fara að "finna upp" skipið. En er það samt ekki svolítið íslenskt þegar kemur að ákveðnum hlutum.

Gísli Foster Hjartarson, 6.10.2011 kl. 14:08

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já þeir eru miklir höfðingar á Baldri..

.............Og þeir fá víst meir en stórt prik fyrir að heimsækja þig með gjafir fyrir hönd Hólmara:):)

Þú skuldar þeim nánast að kíkja á leik með þeim í Hólminn í vetur:):)

Viltu kanski fá rellu beint í æð fram og til baka...:):)

Halldór Jóhannsson, 6.10.2011 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.