Hörmungar ástand!!!

Aðstæður þeirra fyrir vestan eru hrein og klár hörmung miðað við t.d. ástandið sem við Eyjamenn kvörtum yfir. Skil fólkið vel þarna fyrir vestan. Menn hljóta nú að fara að koma vestfjörðunum í samband við þá öld sem ríkir á þjóðvegunum á suðvestur horninu.


mbl.is Vestfirðingar gíslar Vegagerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

That er engin god lausn vid thessu vandamali nema bygging jardganga.

Vegagerdin er med hreint otulega framarlegt og vidamikid eftirlitskerfi med vegaastandi, hundrad rauntima myndavelar, jardhitanemar, vindhradamaelar og hvad annad?  Their eiga hros skylid fyrir fylgjast svo grant med malunum -

That er osanngjarnt ad kenna theim um astandid, thegar their hafa ad eigin frumkvaedi tekid oryggi vegfarenda eins alvarlega og their gera.  Hvad kosta jardgongin sem leysa thennan vanda?  Geta their bara tekid slika akvordun sissona - er thetta ekki politiskt akvordun stjornvalda frekar enn vegagerdarinnar?

Jonsi (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 22:33

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gísli Foster. Já, þetta er rétt hjá þér. Það er ótrúlegt að árið 2011 skuli ekki vera búið að gera færa heilsársvegi um allt land. Vega og símasamband eru frumskilyrði fyrir búsetu, og á ekki að líða verktakarisum og ráðamönnum þjóðarinnar að vanrækja slíkar frumþarfir í byggð á landsbyggðinni.

Það er rifist um gæluverkefni verktaka víðs vegar um landið, á meðan frumþörfum í samgönguöryggi er ekki sinnt sem skyldi.

Það hljóta allir að vera sammála um að vegasamband allt árið er ekki bara æskilegt, heldur frumskilyrði fyrir búsetu og atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Þetta gildir jafnt um vestfirði, austfirði, Vestmannaeyjar og restina af þessu harðbýla landi.

Það myndi nú hvína hátt í hverjum manni á höfuðborgarsvæðinu, ef væri ófært stóran hluta vetrar, á milli bæjarfélaga. Það er eins og höfuðborgarsvæðið eigi rétt á lúxusfærð allt árið, á meðan aðrir landshlutar hafa litlar og ótryggar samgöngur stóran hluta vetrar. Það er ekkert réttlæti í þessu vegarugli á Íslandi.

Vegagerð á að þjóna þeim tilgangi, að samgöngur séu mögulegar allt árið, en á ekki að þjóna þeim tilgangi að verktakar hafi vinnugróða af að leggja þá, eftir hentisemi og græðgi verktakafyrirtækja og pólitískra einkavina þeirra í landsstjórninni, eins og of oft hefur viðgengist.

Ögmundur vill réttlæti í þessum málum, en einhverjir fjársterkir aðilar vilja öllu ráða og stjórna, í eigin hagsmunaskyni. Gæluverkefna-göng þar sem samgöngur eru í lagi, fá að vera í forgangsröðun sumra ráðamanna. Samfélagsábyrgð er illa þekkt hugsjón hjá sumum "stórum" köllum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2011 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.