Ærinn starfi og fleira!

Það held ég að flestir knattspyrnuáhugamenn, rétt eins og Guðjón, geri sér grein fyrir því að það er ærin starfi framundan við að koma Grindavíkur-liðinu á góðan stall í deildinni á ný. Grindvíkingar hafa aldrei fallið úr deildinni og það held ég að sé næsta víst að með ráðningu Guðjóns er stefnan ekki sett á að fara niður um deild, heldur nálgast toppinn. Fjárhagsstaða Grindvíkinga, eins og reyndar flestra annarra liða, er held ég ekki svo burðug.  Flest liðin löngu búin að missa sig í launarugli, að mínu mati, sem sést best á því ða liðin stöggla, og jafnvel rúmlega það við að ná núllinu í bókhaldinu í lok hvers árs. Þetta er eitthvað sem ég held að flest, ef ekki öll liðin þurfi að endurskoða hjá sér. EN þetta er mín skoðun hef hitt fullt af fólki sem finnst ég skrýtinn, ja eiginlega vitlaus að vera með þessa umræðu!!!
mbl.is Guðjón: Heillandi að reyna að koma liði í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef ekki hin minnsta áhuga á fótbolta, tel hann tímasóun hina verstu. En það hef ég hlerað að mjög eru skiptar skoðanir, vægt til orða tekið, hér í Grindavík um þessa ráðningu "bitvargsins".

Þriggja ára samningur þýðir, segja sumir, að tvö og hálft ár verði eftir af þeim samning þegar menn verða farnir að reyna hvað þeir geta að losa sig við Guðjón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já launaruglið er komið útúr öllum skynsamlegum mörkum...

Að sumir/margir leikmenn skuli vera með meir kaup á mánuði en við ræflarnir sem vinnum 12 tíma á dag alla daga nánast...og svo hafa þeir einhverja "sýndarmennsku" vinnu og á góðum launum þar..

Það á að setja stopp á þetta,STRAX,....

.......Æ er bara foxillur hvað þetta snýst orðið BARA UM PENINGA...ekki áhugi,gleði,stolt að spila fyrir sitt Heimalið&bæjarfélag,það er liðin tíð...nei Dollarahjarta&augu er sem ræður ríkjum i dag..

Megum þá vera bara dæmdir vitlausir,ekkert mál:):):):)

Halldór Jóhannsson, 7.11.2011 kl. 23:02

3 identicon

Það er nú óumdeilt að þú ert skrýtinn vinur en þú venst nú samt ágætlega.  Það er samt staðreyndavilla í þessu hjá þér því að Grindavík hefur fallið úr efstu deild einu sinni. 

Sammála því að þessi laun hjá leikmönnum og þær kröfur sem KSÍ setur á félög eru algjörlega út úr kortinu.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband