Og!!!

Ef að fjármögnunarleiga er ekki með allt sitt á hreinu þá lýst mér ekki á. Maður hlýtur þá að spyrja sig hvað hefur gengið á og hvað menn voru að pæla í vinnunni. Svo einfallt er þetta í mínum huga. Hverjir sömdu verkferlana og eftir hverju var farið. Hélt bara að menn myndu ekki vaða út í á án umhugsunar.   .....en hvað veit ég?
mbl.is Yrði mikill skellur fyrir Lýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þeir sem eru með bílasamninga við Lýsingu ættu að óttast þessa niðurstöðu.  Samningarnir eru aðeins við einstaklinga/heimili og fari Lýsing á hausinn eru allir bílar kallaðir inn og seldir og söluverðið í hendi skiptastjóra en ekki handhafa samninganna eins og nú er.  Eftirstöðvar samninganna yrðu svo gjaldfelldar með það sama.  Þarna gætu einstaklingar tapað stórfé.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 08:50

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hvernig komast menn upp með að gera svona samninga sem hvorki standast rok né regn? Hver er ábyrgur?

Gísli Foster Hjartarson, 16.11.2011 kl. 09:20

3 identicon

Dómar Hæstaréttar ganga út á að ekki sé um að ræða leigusamninga, heldur lánssamninga. Standist það í skilningi allra laga, ekki aðeins laga um vexti og verðtryggingu, geta fyrirtækin ekki kallað inn bíla sem þau eiga ekki. Fyrirtækin eiga heldur ekki veð í bílunum, heldur aðeins almenna kröfu á eigendur þeirra.

Ég er með stjórnsýslukæru hjá Innanríkisráðuneytinu vegna eigendaskráningar hjá Umferðarstofu á bíl sem ég keypti á bílaláni hjá SP. Fái ég skráningunni breytt, þannig að ég sé skráður eigandi bifreiðarinnar, en ekki SP, er þessi túlkun staðfest. Að öðrum kosti má búast við dómsmálum vegna sambærilegra mála.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 09:25

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Siggi ég held alltaf með þér.

En eftir stendur, sem áður, að maður hefði haldið að öll svona ferli væru á hreinu og ekki þyrfti að fara svona leiðir eins og eru í gangi. Manni finnst stundum eins og menn hafi gert hlutina með hangandi hendi?

e.s. hló mikið í gær þegar ég sá í tölvunni hjá mér myndina af ákveðnum hóp manna með framsóknarfánann góða

Gísli Foster Hjartarson, 16.11.2011 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.