Flottur hópur

Sé ekki betur en að þarna sé saman komin hin fínasta blanda af fólki. Verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að púsla saman í gott stjórnmálaafl. Maður verður að kynna sér þetta framboð. Ég á nú svo sem von á því að það komi fleiri framboð fram í dagsljósið og því verði af nógu að taka þegar maður fer að kynna sér það sem í boði verður við næstu þingkosningar. Valið gæti orðið flókið en sé ekki betur en að maður geti nú þegar útilokað hina fjóra fræknu flokka sem lengi hafa setið og hrært í pottunum. EN svo er þetta líka spurning hvort að maður geti bara skilað inn kosningaréttinum!!!!
mbl.is Nýtt stjórnmálaafl stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Hm... ég sé Gnarrista og flokkaflakkara.En svo eru auðvitað nöfn þarna sem ég kannast ekki við. Ég meina, ég hef ekkert á móti þessu fólki en sé ekki alveg þessa "fínustu blöndu".

Anna Guðný , 4.2.2012 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég á nú svo sem von á því að það komi fleiri framboð fram í dagsljósið

Það munu koma fleiri framboð fram í dagsljósið.

 - Sko, ég lagaði þetta fyrir þig. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2012 kl. 20:19

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

þeir sigra kannsi sem eru duglegastir í að segja uuummmm...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.2.2012 kl. 22:10

4 identicon

Losum okkur við fjórflokkinn! Vonandi koma fleiri framboð í ljós á árinu.

Kristófer (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband