Pétur taktfastur....

....finnst með ólíkindum að tillaga Péturs hafi verið skotin svona harkalega niður. Maður þyrfti að rifja upp hverjir voru á móti. Hvað er að því að hluthafar kjósi til stjórnar? Þarna yrði það meira að segja þannig að allir hefðu bara sitt eina atkvæði rétt eins og í kosningum til þings eða sveitarstjórna - lýst vel á þetta, er viss um að svo er einnig um fleiri.

Þó mörgum þyki Pétur Blöndal stundum skrýtinn fýr - þá er hann síður en svo galinn.


mbl.is Þingmenn kolfelldu tillögu Péturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar nú pínulítið inn í þetta hjá Pétri.

Vissulega er hann ekki algalinn, en í þessari tillögu hans var annars vegar lagt til að lífeyrissjóðunum yrði breytt í séreignasjóði, þ.e. allar inngreiðslur yrðu séreign og engin samtrygging. Þá gekk tillaga hans um kosningu í stjórn sjóðanna út á að menn hefðu atkvæðisrétt í réttu hlutfalli við inneign sína i sjóðunum, þ.e. Sigurjón digri hefði 1000x fleiri atkvæði en Jói á hjólinu.

Þekki a.m.k. einn þingmann sem gat ekki greitt þessum frjálshyggjuhugmyndum hans atkvæði sitt.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 19:21

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Siggi þú segir það hann er bara að plata. Bara þetta ákvæði að þeir sem leggja meira inn ráði meiru skekkir strax myndina. Ef mig t.d. langaði í stjórn yrði ég þá væntanlega að sleikja nokkra "ríka" rassa til að komast í stjórn. Þessu er ég ekki sammála - þannig að þegar uppi er staðið þá held ég að ég hefði verið sammála þessum þingmanni sem þú þekkir.  Maður hefði þá allavega þurft að koma reyna að koma fram breytingum

Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2012 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband