Ísland bezt í heimi!

Takk fyrir þetta - gott að fá smá staðfestingu á því sem að maður er búinn að benda margoft á í dagelgu tali. Aumkunarvert ástand hér í þessum málum og við látum allt ganga yfir okkur hægri vinstri án þess svo mikið að ropa.

Krónan er alltaf að hjálpa okkur hún tryggir okkur hagsæld, hagstæð lán og lægra vöruverð!!!

Væri gaman að sjá svona samanburð tekinn líka við t.d. Noreg já eða Kanada.


mbl.is Margfalt meiri verðhækkanir hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krónan er ekki síst mælikvarði á heilbrigði þess sem hún stendur fyrir.  Efnahagsstjórn í landinu vegur þar einna þyngst og ljóst að árangur ESB-flokkanna í ríkisstjórn er þarna mældur þrátt fyrir gjaldeyrishöft.  Sterk króna myndi veikja málflutning ESB-sinna svo maður sér ekki fram á þá styrkingu í bráð.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 08:45

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

í bráð? elska hvað þú ert bjartsýnn. Ætli krónana sé ekki á sínum besta styrk um þessar mundir. Þegar hún stóð betur þá var þetta í einhverjum sýndarveruleika sem setti allt á hliðina. Nú er hún að sýna sínar sterku hliðar og það með allt vaðandi í einhverjum höftum sem eru náttúrulega enn eitt grínið. Segir það ekki meira en mörg orð?

Gísli Foster Hjartarson, 4.4.2012 kl. 09:16

3 identicon

Við megum þakka fyrir að hafa krónuna.  Hana varð að fella til að minnka innflutning ólíkt því sem gerst hefur í evruríkjum með ófyrirséðum afleiðingum.  Þú sérð væntanlega mikla ánægju borgara þeirra evruríkja sem lent hafa í vandræðum er það ekki ? Hér þarf bara að koma af stað framleiðslunni og atvinnulífinu í stað þess að veikja krónuna með því að halda aftur af allri fjárfestingu.  Er það kannski taktík til að auka á fegurð valkostarins um inngöngu í ESB og upptöku Evru ?  Sá spyr sem ekki veit.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 11:11

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Fella krónuna - grín - en og aftur til að reyna að halda haus fella menn krónuna. Menn eru ekki að fella þetta annarsstaðar og fela vandann menn þurfa að takast á við hann. sorglegt ferli og er búið að nota hægri vinstri í nóv. 68 felldu menn t.d. gengið um 36 eða 38 % til að halda haus - er ekki komið nóg af því?

Gísli Foster Hjartarson, 4.4.2012 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband