Ekki blankir í Garðinum!!!!

Alveg finnst mér svona alveg einstakt. Er rekstur svona bæjarfélags svo hápólitískur að ekki sé hægt að setjast niður með bæjarstjóranum og segja honum fyrir verkum og vinna þetta af heilindum, með hann í vinnu? Þetta lið er ekki blankt ef það kostar 50 kúlur að segja Ása upp og þa' a að greiða það - er 2007 komið aftur í Garðinum? Hverslags samninga eru menn að gera í þessum bransa? Fólk heldur kannski að það sé bara að sýsla með eigin pening þegar svona samningar eru gerðir? Bera pólitíkusar enga ábyrgð, hafa þeir enga sómatilfinningu? Ætli íbúar í Garðinum séu ángæðir með að menn sé ráðnir á svona samningum? Ætli þetta sé svona um allt land?

Þekki Ása ágætlega og er ekkert aðsetja út á hann. Kannast við suma í bæjarstjórn þarna. Er bara að velta því fyrir mér að mér finnst fullmikið í lagt með þessar ráðningar margar hverjar - það er eins og það sé ráðist í þær eins og enginn sé morgundagurinn eða að aðrir möguleikar komi upp. Veit að kæmi þetta upp í Eyjum og þetta væri það sem það myndi kosta bæjarfélagið að skipta um bæjarstjóra að þá myndi ég sleppa mér. Svo er ég þess líka fullviss innst inni að þetta fólk getur vel starfað með Ása út kjörtímabilið og þau öll lagst á eitt að efla hag Garðbúa - það myndi ég telja að væri sterkast. ......kannski er ég bara svona skrýtinn?


mbl.is Bæjarstjórinn í Garði rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er þetta einfaldlega dæmigert fyrir íslenska pólítík? Í hana velst fólk með takmarkaða sómatilfinningu og bjagaða dómgreind? Annars veit maður svo sem ekkert um forsöguna.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.5.2012 kl. 12:27

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er þetta bara ekki enn eitt dæmið sem sýnir hversu yfirgengileg spillingin er á Íslandi, ekki bara í pólitík.

Guðmundur Pétursson, 17.5.2012 kl. 12:38

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

....jú eflaust má segja að þetta sé en ein myndbirtingin á spillingunni. Alla vega eru svona samningar ekki til marks um sóma og ábyrgðartilfinningu gagnvart bæjarfélaginu.  Svo hefði ég nú haldið að fullorðið fólk sem allt gefur sig fram um að vinna með hag allra bæjarbúa að leiðarljósi ætti nú að geta sest niður og gert sér vinnuplagg út kjörtímabilið með sama bæjastjóra. - Eða er þetta fólk ekki að vinna með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi?

Gísli Foster Hjartarson, 17.5.2012 kl. 12:50

4 identicon

Og sveitungarnir bara borga! Og fá ekki einu sinni að hlusta á umræður um skólamálin! Þeir eiga náttúrlega bara að halda borgarafund og stöðava þessa helvítis óskammfeilni með góðu eða illu!

Almenningur (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband