23.5.2012 | 22:25
Hlýnar í Frostaskjólinu
Það hefur hlýnað hægt og rólega í Frostaskjólinu síðustu daga. Það virðist vera að koma mynd á lið Rúnars Kristinssonar. Nú byrja menn að hræðast þá og hafa kannski ástæðu til. Hef einhvern veginn ekki sömu trú á fimleikafélaginu var samt að vona að þeir yrðu sprækari en þeir röndóttu í Frostaskjólinu í sumar. EN það er svo sem langt í land og allt getur gerst - við vonum það besta.
KR vann FH í Frostaskjólinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Hét satt að segja að Fosterinn hefði taugar til KR, hef greinilega vaðið reyk þar. En allt í góðu því fleiri sem bölsóttast út í KR, því skemmtilegar finnst mér að vera KR-ingur. Þetta líkist hatrinu á United í Englandi, allt saman af öfund.
Skarfurinn, 24.5.2012 kl. 09:13
Mér er nú svo sem ekkert verr við KR en aðra. Er bara þannig þenkjandi að ég vil ekki að sama liðið vinni deildina ár eftir ár - þess vegna erfitt að sætta sig við að KR taki dolluna ............aftur
Gísli Foster Hjartarson, 24.5.2012 kl. 11:04
Allt í góðu, skil þig núna.
Skarfurinn, 24.5.2012 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.