Skál í boðinu!

Hvað er verið að hafa eftir Jóni Gunnarssyni ummæli varðandi þetta mál?

„Þetta er eitt það ómerkilegasta sem maður hefur orðið vitni að í þinginu. Enda voru viðbrögð þingmanna mjög hastarleg við þessu í gær,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um.........

Eru menn ekki alveg í lagi. Menn eiga ekki að láta Jón hafa svona eftir sér. Hefði einhver annar en hann sagst vera sleginn fyri eþssu og að viðbrögðin hefðu verið mjög hastarleg þá hefði ég skilið það. EN að hafa þetta eftir Jóni sjálfum - æi ég veit ekki.

En vandamálið er að það er í sífellu orðrómur um að fólk sé þarna undir áhrifum og það eitt og sér þykir mér forkastanlegt - ....tala nú ekki um ef það er fótur fyrir því - þá á fólk náttúruelga að segja af sér 1, 2 og 3.


mbl.is Þingmenn slegnir yfir ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig tókst þér að blogga um þessa frétt án þess að minnast á Björn Val Gíslason ?

Jón Óskar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:40

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekki enn farið að fjalla um eða sýna frá framgöngu Árna Johnsen á þingi í gærkveldi.

Hræddur um að mörgum muni bregða í brún þegar sú dásemd kemur fyrir augu almennings.

hilmar jónsson, 7.6.2012 kl. 10:47

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ætti Björn Valur ekki að segja af sér fyrir að bera þessa lýgi fram ? Hvort er meiri glæpur að vera í glasi í vinnunni eða bera vísvitandi fram lýgi á starfsbróður sinn.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 7.6.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.