30.6.2012 | 19:01
Skagamenn, Skagamenn......
....skoruðu ekki nóg af mörkum í dag og svo virðist sem allt loft sé úr sementspokunum. Jújú ég var nú á þeirri skoðun að þeir hafi spilað yfir getur í upphafi móts, ef mér leyfist að orða það svo, og að þeir hlytu að lenda fljótt. Það hefur nú gengið eftir. Nú þurfa strákarnir að anda rólega og skoða sinn leik. Það er nóg eftir til að gera vel. Markmiðið á fyrsta ári á ný í efstu deild hlýtur að vera að tryggja bara sætið og byggja svo bara ofan á það og nota til þess alvöru heimaunnið sement. Hlakka til að sjá þá blása pokana út á ný.
En það er klárt að fimleikafélagið er komið á beinu brautina og að þeir ætla sér að landa titlinum og skyldi engann undra það er mikið lagt ípúkkið í firðinum og allt fyrir neðan 2 sætið hrein og klár vonbrigði. Það er greinilega að stutt ferð aðstoðarþjálfarans Guðlaugs Baldurssonar til Eyja til móts við Huginn Helga, Fosterinn og aðra furðufugla hefur skilað sér í búningatöskuna og inn á völl hjá fimleikafélaginu í dag!!!!
![]() |
ÍA ekki fengið sjö mörk á sig í 46 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.