Hjakkað í sama farinu

Jón Bjarnason virðist vera fastur í sömu sporunum viku eftr viku, mánuð eftir mánuð og sennilegast ár eftir ár. Það er eins og aðildarviðræðurnar við ESB séu hans eina hjartans mál á þingi, sérstakelga eftir að honum var sparkað úr sjávarútvegsráðuneytinu. Hélt að hann vissi að meirihluti þjóðarinnar vill klára aðildarviðræðurnar og fá þá tækifæri til að segja álit sitt á væntanlegum samningi - en það er kannski aukaatriði af því að hann vill það ekki?  ...Jón er úti á túni nú sem oft áður. Treystir hann ekki þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu eða ekki?  .....af hverju ættum við þá að treysta honum?
mbl.is „Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Vandamálið er vantraustið á Ríkisstjórnina sem er eingöngu til komið vegna svika og lyga hennar og að ætlast til þess að Þjóðin sé búinn að gleyma þessum fögru kosningarloforðum sem hljómuðu um öll torg fyrir síðustu kosningar er fyrra, og alveg ljóst að Þjóðin er ekki búin að gleyma og margir hverjir eru ennþá að bíða eftir sinni leiðréttingu sem mun ekki koma...

Það verður kannski eitt af kosningarloforðum VG fyrir næstu kosningar SKJALDBORG fyrir heimilin...

Þessi flokkur VG er búinn að vera í þeirri mynd sem hann er í dag segi ég og það er vegna Steingríms J. Sigfússonar... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.7.2012 kl. 08:45

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það eru fleiri en Jón Bjarnason sem ,hjakka í sama farinu." Hvað segirðu um ESB sinnana sem hjakkað hafa í sama farinu í áraraðir um ESB-trúboðið? Manna sem sem hafa gert það að lífstíðahugsjón að framselja fullveldi og sjálfstæði Íslands í hendur hákapítalískra samtaka eins og ESB, sem er er, eins og flestir ættu að gera sér grein fyrir, ein af höfuðstoðum heimskapítalismans.

Jóhannes Ragnarsson, 14.7.2012 kl. 09:08

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Jóhannes Ragnarsson

Geturðu kannski nefnd lönd innan ESB sem hafa framselt sínu fullveldi og sjálfstæði?...eða ertu ekki bara að gaspra upp í loftið með tilhæfulausum staðhæfingum.

Friðrik Friðriksson, 14.7.2012 kl. 10:44

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Geturðu nefnt einhver lönd innan ESB sem hafa afsalað fullveldi sínu?" Hversu margir hafa og hversu oft gasprað þetta undangengin ár og talið sig vera að stinga upp í viðkomandi persónu?

Staðreyndin er sú Friðrik Friðriksson að þegar ríki tekur upp lög og reglugerðir ESB fellir það jafnharðan úr gildi eigin lög sem því nemur. Þetta er fullveldisafsal Friðrik Friðriksson og kominn tími til að þú áttir þig á því. Kannski hættirðu þá að gapa um þetta mikilvæga utanríkismál eins og afglapi. Þó efast ég um það.

Það er nefnilega ekki hægt að fara eftir fyrirskipunum annara og segja jafnframt: "Ég er sko húsbóndi á mínu heimili!"

Reyndar er til gamansaga um eiginmanninn sem kallaði til eiginkonunnar. "Ég er húsbóndi á mínu heimili og kem undan hjónarúminu þegar mér sjálfum sýnist!"

Dæmigert fyrir þjóðhöfðingja eða forsætisráðherra ESB ríkis. 

Árni Gunnarsson, 14.7.2012 kl. 12:28

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Við eigum bara ða leyfa þjóðinni kjósa um þetta. Klárum að semja skoðum samnigninn - kjósum um hann.

Framsal á fullveldi  - come on Árni Gunnarsson þú hlýtur að geta gert betur en þetta. Ef að eþtta er rétt þá erum við hvort eð er að því nú þegar með öllum þeim lögum og reglum sem við tökum við í gegnum EES, sé ekki betur en megnið af því sé af hinu góða fyrir okkur.

En tækifærin eigum við að hundsa þau? Hvað með tolla niður fellingu á hinu og þessu? sóknarfærin í matvælavinnslu og öðru sem því fylgja. Þarna er um 500 milljón manna markaður, bara við það eitt t.d. að sem dæmi Grímur kokkur í Vestmannaeyjum kæmist með sínar vörur inn á svæðið bara í kringum Kaupmannahöfn yrði margföld lyftistöng fyrir fyrirtækið og nær samfélagið, vöxtur þess í dag hefur jákvæð áhrif í samfélaginu  hvað skyldi frekari vöxtur gera? Sjáðu tækifærin fyrir öll hin fyrirtækin sem flytja út fiskinn oft á tíðum óunnin. VIð megum ekki horfa líka framhjá tækifærunum sem í þessu felast. En allt tal um fullveldisafsala finnst mér alveg út úr kú, og í raun sorglegt.

Svo hélt ég núlíka að þessi þjóð myndi vakna við þessar viðræður og fara að heimta sambærileg lánakjör og vaxtakjör og þekkjast í Evrópu. ..og annað slíkt og fara að berja á þing og embættismönnum um lagfæringu á hinu og þessu en það virðist ekki ætla að gerast. Ísatðinn hjökkum við í sama farinu. Mulið undir suma með afskriftum á hinu og þessu og þeir halda sínu á meðan sauðsvartur almúginn er látinn taka pokann sinn - sorglegt - Held að Jóni væri nær að berjast fyrir lagfæringu á þessum hlutum og vinna sér inn traust á þann hátt, heldur en að agnúast sýnt og heilagt út í ESB viðræðurnar - þjóðin fær hvort eð er að greiða um að atkvæði þegar uppi er staðið.

Kannski það sé bara ekki þannig þegar uppi er staðið að okkar mistök voru sennilegast að sækja um sjálfstæði frá dönum á sínum tíma!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 14.7.2012 kl. 13:32

6 Smámynd: Sólbjörg

Gísli, það hafa örugglega verið mistök að sækja um sjálfstæði frá dönum ef viðmiðið er að grænlendinar hafi svo eftirsóknarverð lífskjör . Líklegast værum við í svipuðum sporum og grænlendingar ef við værum enn undir stjórn dana. Varla óskar þú sjálfum þér eða nokkrum manni þær aðstæður sem grænlendingar búa við. Áhrifalaus þjóð í eigin hagsmunamálum er ekki frjáls þjóð.

Varðandi að greiða atkvæði eftir á þegar allt er um garð gengið þá tekur ESB ekki lengur gilda niðurstöðu atkvæðagreiðslu eftir að aðlögun er lokið.

Reglunum var breytt eftir að Noregur hafnaði aðild tvisvar. Það þarf að vera að meirhluta vilji ríkisstjórnar og þjóðarinnar þegar sótt er um aðild. Hneykslið er að Össur reynir stöðugt að láta ESB halda að meirhluti þjóðarinnar sé hlynnt inngöngu en sjálfir hafa þeir vitneskju um að þjóðin er mótfallinn aðild og slíkt gengur ekki í þeirra huga og er niðurlægjandi því er málið eins og heit kartafla. Hótanir ESB í makríldeilunni eru líklega ætlaðir til að fá okkur til að draga þessa ólukkans umsókn til baka svo ESB.

Sólbjörg, 14.7.2012 kl. 14:08

7 Smámynd: Sólbjörg

Niðurlag þurrkaðist út. ..svo ESB þurfi ekki að sitja upp með skömmina að niðurstöður kosninga verði NEI! og þjóðin verði samt þvinguð til aðildar.

Sólbjörg, 14.7.2012 kl. 14:12

8 identicon

Einmitt að skoða samninginn, en ekki láta lúga að sér út í það óendanlega.

Vita íslenskir bændur, að þeir geta framleitt sinn eigin spésal ost HEIMA hjá sér og selt þá á erlendum mökuðum - ef þeir eri í ESB-. Þannig er þetta út um alla Evrópu. Smá bænur með nokkrar kýr eða geitur og sauðfé og framleiða margfallt betri osta en íslendingar. Ekkert sambærilegt.

Tek fram, horfi aldrei á íslenskt sjónvarp, engöngu erlend og það ættu sjómenn og bændur á Íslandi að gera líka. Þið eruð illa upplýstir allir upp til hópa.

Þá eru ekki illa upplýstir og heimskir, hrokafullir íslendingar í einverjum lömuðum ráðuneytum að mismuna fólki eftir eginn geðþótta og túlkun. Stæðsti kosur við inngönguna er að losna við íslensku, heimsku, hrokagikkina.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 15:28

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sólbjörg -  Makríldeiluna eiga menn að leysa eins og siðaðar þjóðir - sama á hvorn veginn horft er - Við komum með útspil upp á miklu meira en áður þá svara menn svona svo setjast menn niður og ná sér stöðu og ná niðurstöðu. Þannig er þetta bara - þetta er milliríkjamál sem menn leysa með samningum en ekki með því að skella hurðum

ólukkans umsókn - hahaha - er allt svona slæmt í ESB? sé ekki betur en að jafnaði hafi fólk það betra en hér í flestum löndum. Sólbjörg mín það þarf að greiða atkvæði um samninginn sem liggur fyrir eftir að viðræðum er lokið þannig er það og hefur verið. Hafni þjóðin því þá er það bara hennar val. Ekki gleyma því að þó svo að sagt sé að meirihlutinn vilji ekki í ESB þá vill emirihlutinn samt klára samningaviðræðurnar við ESB -af hverju ætli það sé? Kurteisi? Skynsemi? von eftir einhverju áþreifanlegu sem gæti verið betra en það sem boðið er upp á í dag? Eða ætlar fólk bara að njóta þess og fara og kjósa gegn samningnum.

Umræðan hefur ekki en komist áþað plan hér á landi að fara að bera epli saman við epli og appelsínur saman við appelsínur - fram að því verður ekkert að frétta nema svona skotgrafahernaður þar sem báðir aðilar skálda jafnvel upp hluti til að láta málstað sinn líta betur út. Þjóðin hlýtur að vera betur gefin en að ætla að bara að ræða þetta á þeim nótum - ertu ekki sammála því?

Gísli Foster Hjartarson, 14.7.2012 kl. 16:17

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið liggur þannig að núna bráðlega á að fara fram atkvæðagreiðsla um fyrirliggjandi aðildarsamning. Norðmenn hafa fengið að kjósa tvem sinnum um slíkan samning. Tvem sinnum.

það er vitað að á undanförnum árum hefur um 1/2 innbyggjara herna viljað aðild. það er núna komið að eim timamótum að íslendingar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um aðildarsamning.

það er nauðsynlegt að að þessum tímamótum komi núna. Why? Vegna þess einfaldlega að hérna hafa heimóttakjánaþjóðrembingar bullumþruglað árum og aratugum saman um hvað muni standa í þessum blessaða aðildarsamningi og þessvegna er bráðnauðsynlegt að fá fram hvað í raunveruleikanum stendur þar. (En heimóttamenn og kjánaþjóðrembingar vilja það eki vegna þess einfaldlega að þá verður erfiðara fyrir þá að ljúga.)

Nú, ef innbyggjarar vilja ekki framfarir og hafna aðild að EU í atkvæðagreiðslu - sem væri svona álíka og að hafna símanum á sínum tíma - þá verður landið að búa við það í líklega 10 ár að minnsta kosti með þar til gerðum rugluhætti kjánaþjóðrembingsöfgamanna, lífskjaraskerðingu og tilheyrandi Andsinnaleiðindum. það er bara þannig. A.m.k. 10 ár og hugsanleg 15-20 ár. því það er alveg fyrirsjánlegt að Ísland mun verða aðili að Sambandinu. það er bara eins og hver önnur þróun sem er óumflýjanleg. Hægt að tefja en ekki koma í veg fyrir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.7.2012 kl. 16:30

11 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Dásamlegt að lesa rökræður um að selja sjálfstæði sitt til ESB á meðan að almúginn hér er í rúst vegna manna og kvenna sem hafa selt sálu fyrir vald og peningagræðgi og engan veginn hirt um afleiðingarnar. Frekar vil ég vera undir reglum ESB í framtíðinni heldur enn að þurfa að þola endalausa misþyrmingu hér á öllum sviðum hins Íslenska reglukerfis sem er gjörspillt og rotið.Þeir sem eru hræddastir við að ganga í ESB eru þeir sem aðhyllast einokun,drottnun,valdagræðgi og spillingu.Það hlýtur að vera,við hvað eru þeir annars hræddir ef við göngum í samtökin?Ég er orðin hundleið á að fá ekki að taka ákvörðun fyrir mig og fjölskyldu mína um eitthvað svo mikilvægt.Annað hvort verður sagt já eða nei........en þeir sem vilja ekki inn þora greinilega ekki að taka tapi ef að af verður.

Ragna Birgisdóttir, 14.7.2012 kl. 16:44

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta fullveldistal folks liggur í því að á sínum tíma var þett trúarlegt atriði. Á rætur sínar að rekja til erlendrar tísku á 19.öld. Á sínum tíma var þetta greift svo inní huga innbyggjara að enn í dag nægir að veifa einhverju fullveldi og sjálfstæði - án nokkurar frekarri skilgreiningar.

Í rauninni er fullveldisskilgreining ríkja í skilningi 19.aldar lögnu aflögð. Hún gekk ekki upp. Meðal annars fór Ísland aldrei eftir henni. Ráðamenn hérna áttuðu sig á því strax 1944 að gamla skilgreiningin fékkst ekki staðist. Enn síður fær hún staðist núna.

Málið er að allskyns sérhagsmunaklíkur nota þetta fullveldishjal til þess að berja á innbyggjurum.

þetta með að hafa ekki sama kóng og danir - að þá er nú orðið of seint að tala um það núna. Íslendingar ákváðu að hafa ekki sama kong og danir og þar við situr. Eg efast um að danir vilji taka við Íslandi núna eða að drottningin vilji vera drottning íslands líka. Efast um það.

Hitt er allt annað mál, að sennilega voru það misstök að segja skilið við dani á þeim tímapunkti er það var gert. Sennilega hefði innbyggjurum vegnað betur almennt með sameiginlegan kóng og danir. Eða allaveg ekkert verra. það nægir alveg að líta til Færeyja. Fólk skal prófa að fara til Færeyja. Skoða heiminn. Sjáið hvað samgöngur eru vel skipulagðar. Sjáið öll litlu þorpin sem eru eins og listaverk hér og hvar.

þetta með Grænland, að þá eru þeir ekkert verr settir þó þeir séu í sambandi við dani. Vadamál í Grænlandi eru af allt öðrum toga. það voru (og eru að einhverju leiti enn) ákv. samfélagsvandamál í Grænlandi og það er vegna þess að samfélagið fór úr veiðimannasamfélagi inní nútíman á svo skömmum tíma. það hefur ekkert með dani að gera per se.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.7.2012 kl. 17:19

13 Smámynd: Steddi

Hvers konar andskotans djöfuls aumingjaskapur er þetta, getum við Íslendingar ekki séð um þessi mál öll sjálfir. Jú, málið er að þora, bola burt djölfuslsins óværunni sem kallast fjórflokkur, verkalýðshreyfing, og aðrir öfuguggar og afætur og taka málin í okkar hendur. ESB, er landráð og ekkert annað, uppgjöf og aumingjaskapur, við höfum öll tromp í hendi okkar, bara fara að spila þeim út, en til þess, þarf jú fyrst að hreinsa til.

Steddi, 14.7.2012 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband