8.8.2012 | 21:03
Halló KR!!!
Fyllilega sanngjarn sigur hjá mínum mönnum í kvöld. Voru miklu miklu betri í fyrri hálfleik eftir að Hannes var rekinn af velli - sanngjarnt frá mínu sjónarhorni en ég var alls ekki í línu við atvikið. Í seinni hálfleik voru menn ekki alveg að ná þeim tökum á þessu sem til þurfti til að slátra þessu en það kom að lokum en KR-ingar voru komnir nokkuð vel inn í leikinn áður en Eyjamenn náðu að klára þetta sanngjarnt. Ætla ekki að taka neina Eyjamenn út úr liðinu sem spilaði vel, sérstakelga í fyrri hálfleik. En langar að segja að tvennt um KR. Bjarni Guðjónsson var frábær í KR-liðinu sem og Fjalar eftir að hann kom inn á. Hefði þeirra ekki notið við hefði tapið orðið mun stærra - ekki nokkur spurning .....annað sem mig langar að benda á og viðkemur KR var hörmungar hegðun sumra stuðningsmanna þeirra. Það er ekki nokkru liði til tekna að hafa stuðningsmenn á hliðarlínunni sem láta eins og nokkrir sem fylgdu þeim í þessum leik voru. Það sem þeir létu falla á meðan á leik stóð sérstaklega í garð dómara og aðstoðarmanna hans var með hreinum ólíkindum og félaginu, og þó aðallega viðkomandi stuðningsmönnum, til skammar - þeir geta tekið þetta til sín sem eiga. Hef ekki orðið vitni að þessu hjá KR-ingum áður, þar sem menn hafa nú hingað til þegar þeir koma til Eyja lagt sig fram við að styðja sitt lið en ekki standa í þessu rugli
![]() |
Eyjamenn unnu KR-inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.