Ekkert skot á rammann n 3 stig

Lið Keflavíkur fær klapp á bakið frá mér fyrir að taka stigin 3 í þessum leik. Þeir áttu ekkert skot á rammann í leiknum - svei mér þá. Þeir áttu ekkert skot á markið í seinni hálfleik - ekki ramman heldur markið- fengu 1 horn sem skallað var frá. EN það mega þeir eiga piltarnir frá Keflavík að þeir börðust eins og ljón allan leikinn, gáfust aldrei upp og uppskáru í samræmi við það. Hrós dagsins frá mér fær Árni Freyr varamarkvörður sem kom í markið hjá Keflvíkingum fyrir Ómar snemma leiks og stóð sig vægast sagt mjög vel - flottur peyji og á ekki lítin hlut í að stigin þrjú fara með Herjólfi héðan í kvöld.

ÍBV hafði mikla yfirburði inni á vellinum en til að vinna leiki þarf að skora mörk og þar voru mínir menn ekki í essinu sínu - því miður. - EN það þýðir ekkert að gefast upp Evróusætið er enn þarna til að krækja í og það verða menn bara að gera.


mbl.is Eyjamenn að missa af titilbaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalega svekkjandi og minnir á 0-1 tap gegn Grindavík fyrir 2 árum þar sem við kvöddum titilvonirnar.  Getum gleymt titlinum en nú er að girða sig í brók og vinna 2 næstu leiki, sem sýndir verða í beinni, og sýna úr hverju liðið er gert.  Takist það tek ég dauðadóm titilvonanna til baka.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband