...engin ástæða til að kvarta!

Engin ástæða til þess að æsa sig yfir þessu, og í raun kannski ekki ástæða til að vera að blása þetta upp í frétt einu sinni.

Fólk má ekki gleyma að oft tala Eyjamenn um sig sem sérstakan þjóðflokk þar sem allt er mest og best og því eru einhverjar svona hömlur í samgöngum eitthvað sem fólk æsir sig ekkert yfir og sennilega líkar mörgum hér í Eyjum bara vel við þessa einangrun, ef ég þekki þá rétt, enda að sögn lítið að sækja upp á land!!!!


mbl.is Vestmannaeyjar einangraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að lenda í þessu nokkra daga á ári er eðlilegt þegar maður býr á Eyju.  Eins og þú segir, þá er það stundum kostur að búa við þessa einangrun, en þá þarf líka að gæta þess að grunnþjónustan í "lókalinu" sé í lagi s.s. heilsugæsla, lögreglan og Lundinn.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 13:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

það er málið Jón Óskar - manni finnst í raun ekkert óeðlilegt við að þetta lokist í einhverja daga á ári. Tíðarfarið búið að vera óvenju gott og því óþarfi að missa sig þó það komi tveir dagar. stefnir en í að það verði fært rúmlega 360 daga á þessu ári

Gísli Foster Hjartarson, 8.3.2013 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.