17.4.2007 | 08:14
Sigur fyrir körfuboltann
Það hefur verið gaman að fylgjast með úrslitakeppninni í körfuboltanum -þvílíkt líf og fjör og frábær stemmning á pöllunum. Ég hélt að ég myndi gefast upp þegar mitt lið Snæfell tapaði fyrir KR í undanúrslitum, en fylgdist engu að síður með áfram og sé ekki eftir því, frábær skemmtun. Stuðningmenn beggja liða eiga heiður skilin fyrir að lyfta upp stemmningunni og þá sérstaklega KR-ingarnir, þetta var oft á tíðum eins og það sem að maður sér frá Suður-Evrópu, nema hvað blysin voru ekki notuð innandyra - við skulum áfram geyma þau úti.
Ég hélt nú með mínum manni Eyjapeyjanum Frikka Stefáns í úrslitaleikjunum en það dugði skammt. KR - fór með sigur af hólmi með frábærum endaspretti í þremur leikjum í röð - sennilegast orðið sálrænt í fjórða leik.
Til hamingju KR-ingar
Snæfellingar við tökum þetta næsta vetur - ekki spurning
Körfuboltafólk, já stelpurnar líka, til hamingju með vel heppnaða úrslitakeppni - þetta var sigur fyrir körfuboltann
Einar: Körfuboltinn hefur færst upp á annað stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.