Hrói Höttur að vakna.....

... til lífsins.

Aldeilis gaman að sjá Notts. Forest vera að rétta ur kútnum. Þó svo að þeir séu ekki enn komnir upp þá er þetta skref í rétta átt og gleður þessa 5 sem halda með Nottingham hérna í Eyjum.Formaður Forest klúbbsins í Eyjum Jón Ólafur Daníelsson sást á rúntinum áðan með fjölskyldu sína og hafði hann splæst í ís með dýfu handa öllum. Keyrði upp Hrauntúnið og flautaði létt og lipurt fyrir framan hús tveggja annarra Forest aðdáenda.

Það skyldi þo aldrei fara svo að Forest og Leeds hafi deildarskipti núna í maí - Ég sem Brighton aðdáandi númer 1 og mikill Crewe Alexandra vinur bíð Leedsara velkomna í okkar deild og vona að þið náið nú að vera með í deildinni í haust, yrði ljót ef að þið þurkuðust alveg út.


mbl.is Forest stendur vel að vígi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Scunthorpe!

Jón Garðar (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.