Glæsileg sjón

aevardorgariVar vaknaður fyrir allar aldir í morgun, reyndar ekki þá 16du og 17ndu. Fór eins og ég geri svo oft um helgar þegar ég vakna snemma, rúnt um bæinn og bryggjurnar, ósköp rólegt var á flestum stöðum en margir á ferli þar sem vinna var að hefjast bæði  í Vinnsló og Godthaab, gaman þegar nóg er að gerast. En það sem ég fót að fylgjast með var að menn voru að græja sig í Evrópumótinu í sjóstangveiði og var líf og fjör á smábátasvæðinu, virkilega gaman að fylgjast með þessu. Asvo fór ég ogg lagði bílnum norðan við FES og fylgdist með bátunum sigla út – Það var virkilega fögur sjón, að sjá þetta um 15 trillur/ trefjaplastsbáta sigla á móti  austri í blankalogni og sólin að koma og geislar hennar réðust hægt og rólega gegn bátunum þegar startið var um 6.30 – svo sannarlega glæsileg sjón svo ekki sé meira sagt.

Vona að menn fiski vel í dag á kjördag.

Birti með þessu mynd af Ævari Þórissyni, Æbba Guð eða Æbba rokk, með góðan feng sem hann fékk í stuttum dúr með sjóstang/túrista bátnum Eydísi um daginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Stundum kallaður Æbbi Bítill líka, amk. hér á skaganum.

Einar Ben, 12.5.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband