Stórkostlegur íþróttamaður

Steve Nash er einfaldlega frábær íþróttamaður, og áhugamaður um fótbolta ekki skemmir það fyrir - he he.  Ég hafði tekið mér nokkuð gott frá frá NBA þegar ég fór aftur að setjast yfir þetta í vetur og ég verð að segja að það er oft á tíðum hrein unun að horfa á þennan peyja spila körfubolta. Manni finnst hann stundum komin í upplagt tækifæri til að skjóta, nei nei dettur honum þá ekki í hug að senda boltann á einhvern ótrúlegan hátt í allt aðra átt á félaga sinn sem fær það hlutverk að reyna að koma knettinum ofan í körfuna - hef ekki haft eins gaman af neinum leikmanni síðan Kevin Johnson var og hét, en hann var nú ekki eins góður. EN NBA hefur komist aftur á blað sem eitthvað til að horfa á eftir að ég fór að fylgjast með aftur í vetur - þökk sé Kanadamanninum Steve Nash að é er orðinn reglulegur gestur á nba.com.

Þriðji leikur Phoenix og San Antonio í kvöld staðan 1-1, held að þetta séu bestu liðin sem eftir eru í keppninni - Go Suns


mbl.is Steve Nash fékk fullt hús stiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband