Glöggt er .....

...blaðamannsins auga. Gaman að sjá hvernig menn túlka þetta misjafnt - það er nú það sem gerir fótboltann svo skemmtilegan, þessa langvinsælustu íþróttagrein í heimi.

Var nú í vinnu þegar leikurinn fór fram en sá mörkin á Sky news í nótt - fór í arm Inzaghi syndist mér en hann hafði nú ekki hugmynd um hvar boltinn var og gerði enga tilraun til þess að trufla för eða breyta stefnu boltans - Hendi eða ekki hendi ?

En sýnist á því sem ég hef lesið að þetta hafi verið eins og ÍBV upp á síðkastið - fullt af færum en engin nýting - fyir því er bara hægt að kvarta við leikmenn síns eigin liðs en ekki andstæðing eða dómara - gengur bara betur næst peyjar.


mbl.is Ensk blöð tala um rán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugarástand leikmannsins kemur þessu ekkert við. Boltinn fór af armi hans og inn í markið og þar með átti að dæma aukaspyrnu, það er ekkert flóknara en það.

Anton (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:00

2 identicon

Gylfi Orra var nú ekki alveg viss í sjónvarpinu í gær vegna þess að reglum hefur verið breytt og ekki eins klárt eins var áður hverning eigi að höndla svona dæmi.  Einnig voru endursýningar í gær ekki afgerandi í því hvort boltinn fór í höndina á honum eða ekki.   En það að menn telji að Liverpool hafi tapað vegna óréttlætis er ákveðið réttlæti í sjálfu sér.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:09

3 identicon

merkilegt að enginn talar um rangsöðumarkið hans Kuyt eftir þennan leik

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:44

4 identicon

Ég held að hann hafi verið réttstæður þegar Agger skallaði þó var það ekki alveg ljóst í endursýningu.  Ekki vera ósanngjarn Jón minn það ætti að duga okkur að Liverpool hafi tapað.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.