Mikiđ um ađ vera......

fjara....í Eyjum

Sumariđ er komiđ og ţá er eins og Eyjarnar rísi hćrra úr sć en vanalega. Viiđburđadagskrá hvers sumars í Eyjum er hreint ótrúlega mögnuđ. Hvítasunnuhelgin er ţétt skrifuđ (sjá hér ađ neđan), nćsta helgi er Sjómannadagshelgin, svo er Pćjumótiđ, Shellmótiđ, Sumarmót Hvítasunnumanna, Goslokahátíđin, Ţjóđhátíđin. Um hverja helgi eru golfmót svo eru endalausir kappleikir hjá börnunum árgangsmót og égveit ekki hvađ – Ţetta er yndislegur tími í Eyjum (mér reyndar leiđist golf alveg óskaplega).

Ţađ er aldeilis líf ţessa helgina hérna í Eyjum. Mikill fjöldi af fólki er í bćnum og ţađ stendur mikiđ til. Á vegum Vestmannaeyjabćjar er svokölluđ Fjölskylduhelgi og er margt og mikiđ í bođi, frítt er í sund í dag, laugardag. Fjöldi sýninga og annarra atburđi er í gangi á vegum ţessa verkefnis bćjarins.

En ţetta er ekki nćrri ţví allt sem í bođi er Dagar lita og tóna eru í Akóges-húsinu en ţađ er Djass og blús hátíđ ţar sem margir frábćrir listamenn koma fram. Svo er ţađ hin tónlistarhátíđin EyjaFest ţar sem haugur af ungum og efnilegum Íslenskum og Vestmannaeyskum hljómsveitum spila og svo eru líka DJ-ar. Í kvöld eru t.d. Leaves, Brain Police, Hoffman,  Jan Mayen og The Foreign Monkeys á prófastinum svo einhverjir séu nefndir en en fjöriđ byrjar í dag klukkan rétt fyrir 2 og stendur til 5 í fyrramáliđ – nánast non stop en ţó er hlé á milli 7 og 8 í kvöld.

Svo er Sjóstangveiđimót og golfmót. Svo má ekki gleyma áhugaverđiri sýningu í Bragganum hjá honum Darra en ţađ er mótorfákasýning sem opin er í dag frá kl. 11 og til 4. Ţar verđa til sýnis ađ mér skilst um 50 mótorfákar af öllum stćrđum og gerđum og svo hálf fimm í dag ćtla menn ađ fara saman í eina hópreiđ á öllum hjólunum um bćinn – ţađ held ég ađ verđi tignarleg sjón. - hlakka til


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband